Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 24
22
MULAÞING
Ameríku til að byggja hér íshús. Þetta varð til þess að við Jóhannes
Nordal komum upp til Islands um haustið 1894. Fór Jóhannes til
Reykjavíkur en ég settist að á Austurlandi.“
Undirtektir voru heldur daufar heima
Frásögn Isaks af kynningu og móttökum þegar heim var komið er svo
lífleg og í senn fróðleg og skemmtileg, að hún verður tekin hér upp í
heild:
„Það var 24. september er ,,Thyra“, póstskipið, lagðist á höfninni á
Eskifirði; fyrsta höfnin er skipið kom á. Okkur var þá mjög glatt í huga,
vestanförunum, að sjá nú aftur vort kæra fósturland. Af 16 vestanför-
um, er komu þá, var ég og annar maður til kunnugur á Austurlandi;
samt vildu allir endilega koma í land. Ég var þar gagnkunnugur og átti
þar strax kunningjum að mæta. Það fyrsta er ég var spurður að, var
hvers vegna ég væri kominn aftur. Ég sagðist vera kominn til að kenna
þeim að byggja íshús. Það var skemmtilegt að sjá tortryggnis- og
næstum fyrirlitningarsvipinn er fólkið setti upp. Það leyndi sér ekki að
sumir héldu að ég væri ekki með öllu ráði. — Þaðan fór skipið til
Seyðisfjarðar; fór ég þar á land alfarinn af skipi. Ég vissi að eftir 8 daga
var von á ,,Lauru“ til Seyðisfjarðar, er þaðan átti að fara sunnan um
land til Reykjavíkur. Með henni gat ég því farið til Reykjavíkur og
sparað mér með því ferðina norður fyrir landið. En Jóhannes hélt
áfram, og var ákveðið að við mættumst aftur í Reykjavík, sem og varð.
Éyrsti maður er ég átti tal við á Seyðisfirði um íshúsbyggingu var
Skafti Jósepsson ritstjóri. Lét hann mig skýra sér nákvæmlega frá
tilgangi ferðar minnar, frá fyrirkomulagi íshúsa og gagnsemi þeirri er
gæti leitt af að hafa þau hér. Hann var málinu strax mjög hlynntur og
hefur síðan betur en nokkur annar blaðstjóri fylgt íshúsmálinu, sem
allir þekkja er lesa Austra.
Strax daginn eftir að ég kom til Seyðisfjarðar fór ég landveg suður til
Mjóafjarðar í mínar gömlu stöðvar. Þar átti ég frændum og vinum að
fagna, sem aOir tóku mér tveim höndum. Ég sagði þeim frá erindinu, og
könnuðust þeir fljótlega við hugmyndina frá bréfum mínum þó aldrei
hefðu þeir svarað neinu um íshúsin.
Ég skoraði þegar á þá að byrja, en undirtektir voru heldur daufar
nema hjá kaupmanni Konráði Hjálmarssyni er strax tók mjög vel í
málið. Þá var boðað til fundar, og var sá fundur vel sóttur. Þarna
þekktu mig allir og höfðu því löngun til að heyra þennan nýja boðskap.