Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 29
MULAÞING
27
og það fram á vetur eins og var þetta ár. Líkt gagn þessu segir ísak mér
að Mjóafjarðarhúsið hafi gjört.
Fjarri fer því, sem sumir munu hafa ímyndað sér að óreyndu, að
frosin síld sé lakari til beitu en nýdregin. Hafa bæði Islendingar og
Færeyingar við fiskiveiðar hér sagt mér, að hún sé alveg eins góð, og
jafnvel betri fyrir ýsu vegna þess að brá leggi af henni í sjóinn, auk þess
hvað hægra sé að beita henni, af því allar taugar hafí linast upp. Hefur
oft verið reynt að leggja á sama blettinn og samstundis lóðir með nýrri
síld og freðinni, og aflast jafnvel á hvorutveggja."
Isak segir, að ,,þessi stórkostlegi fiskafli í Seyðisfirði og Mjóafirði, sem
mest var þakkaður íshúsunum, flaug meir en nokkur hvalsaga. Eg fékk
nú bréf úr öllum áttum um leiðbeiningar við íshúsbyggingar og beiðni
um að byggja íshús á ýmsum stöðum.“ Hann verður við þessu kalli og
starfar að frosthúsbyggingum til vors 1897. Segir hann, að auk fyrr-
nefndra húsa hafi á þessu tímabili verið hyggð frosthús á Djúpavogi,
Húsavík norður, Litla-Arskógssandi, í Svarfaðardal, í Grenivík, á
Ólafsfirði „(algerlega byggt af öðrum)“ og á Bæjarklettum í Skagafirði.
Asmundur Helgason segir í áðurnefndri bók sinni um áratuginn
1890-1900:
,,Á þessum árum voru byggð fyrstu frystihúsin á Austfjörðum. Þau
voru reist í hverri veiðistöð af miklum áhuga eftir að ísak Jónsson kom
frá Ameríku og haíði leiðbeint við að fullgera fyrsta frystihúsið. Það var
byggt í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð.“ En þetta ber ekki saman við
frásögn ísaks sjálfs, sem segir fyrsta húsið reist á Mjóafirði. Hér má
bæta því við, að fyrsta íshúsið í Reykjavík, sem Jóhannes Nordal reisti
1895 kom í gagnið litlu síðar en húsið á Mjóafirði.
Leitað til landsjóðs
Bæklingurinn frá 1901 inniheldur m.a. grein, sem ísak ritaði í Bjarka 2.
árgang 19. tlb., sem út kom 15. maí fyrir þingið 1897. Hann sá sér þá
ekki fært að halda áfram að byggja íshús upp á eigin spýtur og sækir um
500 kr. styrk úr ríkissjóði. Rökstyður hann umsókn sína á ýmsan hátt,
m.a. með því að benda á, hvað landssjóður fái í sinn hlut aí hverju
skippundi fiskjar og hvað ætla megi, að aíli aukist með því að tryggja
jafnan næga beitu. Birti hann tölur um stóraukinn afla á Seyðisfirði og
Mjóafirði við tilkomu frosthúsanna þar.
„Það sem mest hefur tafið fyrir byggingunum er, að þekkingu hefur