Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 30
28
MÚLAÞING
vantað. Maðurinn sem hefur staðið fyrir verkinu verið tilfinnanlega dýr,
að kraftminni plássin hafa hikað kostnaðarins vegna, aftur aðrir byrjað
án þess að hafa nægilega þekkingu og verkið því ekki orðið nema að
hálfum notum, hafi ekki orðið beint fjártap. Þessu hefði alveg verið
aftrað hefði verkið verið launað af opinberu fé, þá hefði enginn byrjað
fyrr en maðurinn var fenginn.“
Isak leggur til, að tveimur mönnum verði greiddar 1000 kr. hvorum á
ári til þess að kynna frosthúsmálið og leiðbeina við byggingu og rekstur
húsanna. Þó er svo að sjá, að umsókn hans hafði verið um 500 kr. styrk
aðeins, en Alþingi synjaði.
,,Það er óhætt að fullyrða,“ segir Isak. ,,að þegar þingið neitaði mér
um þessar nefndu 500 kr. til áframhaldandi leiðbeiningar við íshús-
byggingar, þá hafa þm. ekki haft minnstu hugmynd um hvaða peninga-
legt gagn íshúsin gerðu. Þetta sést best af ástæðum fjárlaganefndar-
innar, er hún færir fyrir neituninni. Hún er sú að það þurfi ekki að veita
mér styrk því það viti nógu margir, að ég hafi góða atvinnu af að byggja
íshúsin. Þingið lítur hér á fjárbeiðnina sem betl um peninga handa
manni, sem ekki þurfi þeirra með. En verkið sé ekki þess vert, að
nokkru sé kostað til sérstaks manns í tilefni af því, það komi héðan af af
sjálfu sér. — Nú eru bráðum liðin 4 ár síðan ég hætti fyrir alvöru að gefa
mig við íshúsabyggingunum og það er sorglegt að sjá, hvað það
þarfaverk hefur farið hægt síðan.“
I formála sínum hvetur Páll Briem amtmaður þing og stjórn til þess
að styðja atvinnuvegina með ráðum og dáð. Hefst formálinn þannig:
Fallvölt frelsistrú
,,Það er víst óhætt að segja, að nú sé kominn tími til þess fyrir
almenning, að gjöra sér ljóst, hverja stefnu á að taka í atvinnuvega-
málum landsins. Menn hafa hingað til álitið, að þeim væri borgið með
frelsinu. ,,Sú stjórn, sem stjórnar mest, er verst, og sú stjórn, sem
stjórnar minnst, er best“, hefur verið sagt í einu af blöðum vorum.
Stjórnin mátti til að láta atvinnuvegina afskiptalausa, til þess að hinu
gullvæga frelsi væri ekki raskað.
Þessi tröllatrú almennings á frelsinu hefur verið atvinnuvegum
manna ótrúlega skaðvænleg, og ef þeir eiga að geta blómgast í þessu
landi, þá verður almenningur að kasta sinni frelsistrú og taka dæmi
annarra þjóða sér til fyrirmyndar.
Atvinnuvegirnir hafa aldrei getað blómgast með tómu frelsi. Það er