Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 32
30
MÚLAÞING
Tveir vitnisburðir
í bókinni Island um aldamót, sem út kom í Reykjavík 1901, minnist
höfundurinn, Friðrik J. Bergmann, prestur í Vesturheimi, á Isak og
segir:
,,A Fáskrúðsfirði hitti ég einn góðan Vestur-Islending, Isak Jónsson,
sem sýndi fósturjörðu sinni það ræktarmerki að fara frá góðum
ástæðum hér og koma upp íshúsum heima, af því hann taldi það
nytsemdarfyrirtæki, sem orðið gæti Islandi að margföldum gróða. Hefir
hann einkum starfað á Austurlandi og átti þar í fyrstu mjög andstætt,
því jafnvel hinn alkunni framfaramaður, Wathne heitinn, hafði í fyrstu
megna ótrú á hugmyndinni og taldi hana ekkert annað en „amerískt
húmbúg". En svo heppnaðist Isak að sannfæra annan atorkumann þar
austanlands, Konráð kaupmann Hjálmarsson, um að þetta mætti verða
til ómetanlegs gagns, og fyrir hann reisir Isak fyrsta íshúsið. En þá var
líka björninn unninn, því allir sáu, þæði Wathne heitinn og aðrir, hvílík
gersemi íshúsin eru.
ísak sótti um styrk ofurlítinn til Alþingis, til að ferðast á milli héraða
og breiða hugmyndina út, en þeim styrk var neitað, og hefur þó margur
bitlingur í lakara stað farið, því að ísak Jónsson er mesti sómamaður.
Hann fær nú ekki starfað frekar að íshúsum á Austurlandi, af því bæði
er búið að koma þeim upp og svo eru menn búnir að læra þetta af
honum. Hús hefir hann gert sér á Fáskrúðsfirði, sem hann sagðist með
engu móti geta selt, þó að hann dauðlangi til að komast vestur aftur til
að leita sér atvinnu þar. Ekki er nú vel launuð ferðin og föðurlandsást-
in.“
Eftir að ísak hætti að mestu afskiptum af byggingarmálunum var hann
frosthúsvörður á Akureyri í 6 ár. Hann fluttist síðan að Þönglabakka í
Fjörðum 1905, átti þar enn hlut að frosthúsbyggingu og andaðist þar 4.
júlí 1906. Á leiði hans í kirkjugarðinum á Þönglabakka er legsteinn ger
af hvítum marmara.
í síldarsögu Matthíasar Þórðarssonar segir um ísak:
,,Án þess að draga dulur á það að íshúsagerð og þekking á því að
frysta síld og geyma hana til beitu hefði komið hingað þótt ísak hefði
aldrei flutt þessa aðferð til landsins, þá er það samt óhrekjandi, að það
er hann sem kenndi íslendingum að frysta síld og geyma til beitu eins
og Hollendingurinn Beuklez kenndi landsmönnum sínum að salta síld
og búa til úr góða verslunarvöru. ísak hefur því heiðurinn af þessu og