Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 33
MÚLAÞING
31
þúsundir manna á öllu landinu standa því í þakklætisskuld við hann.
Ekki er það ólíklegt, að þegar gleymd eru nöfn þeirra fulltrúa á Alþingi,
sem neituðu Isak um styrkinn til að leiðbeina í íshúsagerð, þá mun nafn
hans lifa sem eins af velgjörðamönnum þjóðarinnar.
Til er gerðabók Frosthúsfélags Mjóafjarðar frá stofnun 1896 til 1925.
Næsta ár, 1926, var stofnað nýtt félag, /s//Jaki. Gamla félagið var lagt
niður, en hlutabréf og aðrar eignir gengu til nýja félagsins. Nokkrar
fundargerðir og reikningar eru til frá dögum Jaka, en það félag varð
skammlífara, liefir varla starfað öllu lengur en einn tug ára.
Nú verður frásögninni haldið áfram en á þrengra sviði, þ.e. innan
Mjóafjarðar aðeins. Verður þá stuðst við téðar heimildir og svo minni að
því er varðar gerð húsanna og alla vinnu í kringum þau.
SÍÐARI HLUTI
Frosthúsið gamla á Mjóafirði, Frosthúsfélag Mjóafjarðar
Fyrsti fundur í frosthúsfélagi Mjóafjarðar, haldinn 14. apríl 1896.
1. Samin og samþykkt reglugjörð fyrir félagið.
2. Kosinn aðalumsjónarmaður frosthússins. Kosningu hlaut Konráð
Hjálmarsson, er einnig tók að sér pössun á húsinu fyrir 60 krónur
um mánuðinn frá þeim tíma að róðrar byrja í vor þangað til þeim er
lokið í haust, og hætt verður að nota húsið. En frá þessum tíma
þangað til róðrar byrja koma félagsmenn sér saman um, að frysta
sjálfir síld sína, leggja í húsið og passa það að öllu leyti með tilsögn
aðalumsjónarmanns.
3. Aðaleigandi hússins, kaupmaður Konráð Hjálmarsson, gjörði mönn-
um falar aktsíur í húsinu, og gaf mönnum kost á að borga þær með
fiski, en svo snemma að hann gæti komið fiskinum með því fyrsta
skipi, sem hann sendi fisk sinn með til útlanda í vor; þó þannig, að
hann ekki gæfi meira fyrir fiskinn, en hann sjálfur fengi á markaði
erlendis að frádregnum öllum kostnaði; samt lét hann í ljósi, að hann
mundi, ef menn vildu heldur, umlíða um borgunina þangað til í
ágústmánuði, ef menn semdu um það við sig, en áskildi sér þá
borgunina í peningum. Sem viðurkenningu fyrir eignarrétti manna í
húsinu, lofast hann til að láta hvern og einn fá hlutabréf í frosthúsinu
um leið og hann borgar þá eða þær aktsíur, sem hann skrifar sig
fyrir, á þeim tíma og á þann hátt sem tiltekinn er.