Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 35
MÚLAÞING
33
Ur þrjátíu ára fundargerðum
Það eru þó nokkur atriði, sem um er fjallað á velflestum fundunum auk
„venjulegra aðalfundarstarfa."
Fyrstu fimm árin var sérstaklega kosinn „aðalumsjónarmaður húss-
ins.“ Varð Konráð fyrir valinu fyrstu þrjú árin, en síðar Gunnar Jónsson
í Holti, útvegsbóndi og um skeið oddviti. A fyrsta fundinum tekur
Konráð einnig að sér „pössun á húsinu fyrir 60 kr. um mánuðinn," á
meðan róðrar standa yfir. — Á næsta fundi tók hann að sér að „leggja
til verkamann frosthússins fyrir 425 kr.“ — Á 3. fundi 13. desember
1897 er „ráðinn verkamaður frosthússins, Lars Kr. Jónsson, frá þess-
um tíma til 1. janúar 1899 og kaupgjaldið ákveðið 600 kr.“
Starfsheitið „verkamaður frosthússins“ og síðar „hússins" helst
óslitið í 25 ár. Þá er farið að tala um „frosthúsvörð" í öðru orðinu
a.m.k. og „mann til að passa húsið.“ En í síðustu fundargerðinni 1925
er „ráðinn verkamaður við frosthúsið." Er þessi festa í orðavali dálítið
skemmtileg.
Allmargir menn urðu verkamenn frosthússins þessi ár og var áreið-
anlega ekki valið af verri endanum. Þóknun hefur verið umtalsverð. En
stundum virðist hafa gengið erfiðlega að ráða mann. Kemur fyrir, að
félagsmenn skipti starfinu á sig.
Á aðalfundunum er svo jafnan rætt um ýmis hagnýt atriði varðandi
reksturinn, s.s. snjó- og íssöfnun, tilhögun afgreiðslunnar, frystigjald,
síldarkaup, lagfæringu hússins og tækjakaup o.s.frv. Hafa oft verið
valdir sérstakir menn til að annast einstök verkefni, s.s. innheimtu,
snjósöfnun og útvegun á afsalti, viðgerðir og lagfæringar, endurskoðun
á reglum félagsins o.s.frv.
Fyrstu þrjú árin eru stjórnarnefndarmenn 5, en 3 upp frá því. Má
geta þess, að síðustu stjórn félagsins, sem kosin var á aðalfundi 7. júní
1925, skipa: Lars Kr. Jónsson, Sandhúsi, Hjálmar Vilhjálmsson,
Brekku og Jóhann Stefánsson, Eyri. Á sama fundi er síðasti verkamað-
ur félagsins ráðinn Ásmundur Þorsteinsson, Gamla skóla. Það er
eftirtektarvert, að Lars Kristján Jónsson var einnig kosinn í fyrstu
stjórn félagsins 30 árum áður.
Ymislegt má lesa út úr fundargerðarbókinni. Þar er þó aðeins greint
írá áformum, ekki framkvæmdum og aðeins skráðar niðurstöður árs-
reikninga. — Er t.d. ekki alveg ljóst, hvort greiddur hefur verið arður af
hlutafé. En á síðari árunum er stundum samþykkt að greiða 3% vexti
eins og það er kallað.
Múlaþing 3