Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 39
MULAÞING
37
Stofnfundur h.f. Jaka var svo haldinn 14. febrúar sama ár, þ.e. 1926.
Þá liefur undirbúningur samkvæmt samþykktum fyrri fundar þegar
farið fram. Gömlu hlutirnir voru virtir á 930 krónur og hlutafjárloforðin
námu 3350 krónum. Ný reglugerð var sett og kosin stjórn og endurskoð-
endur. I stjórn voru kosnir Hjálmar Vilhjálmsson, Jóhann Stefánsson
og Sveinlaugur Helgason og endurskoðendur Lars Kristján Jónsson og
Páll Vilhjálmsson. Aréttuð var samþykkt fyrri fundar um húsbygging-
una.
E.t.v. hefur tillaga Vilhjálms Hjálmarssonar á undirbúningsfundin-
um um að ganga til atkvæða um það hvort endurbyggja skyldi húsið eða
ekki tæplega verið formleg, en vinnuskýrsla sýnir, að byrjað er að rífa
gömlu ísgeymsluna daginn eftir að fyrri fundurinn er haldinn, þ.e. 9.
janúar. Brakið úr húsinu var boðið upp og selt fyrir 144 krónur og 77
aura. Ég man allvel eftir þessu uppboði. Brakið var selt í smáhrúgum,
varla nýtilegt nema til uppkveikju.
A vinnuskýrslunni eru skráðar 1259 7-» klukkustund á kr. 1007.40
samtals. Liðlega 20 manns eru skráðir í vinnu og er Páll Vilhjálmsson
verkstjóri. Jóhann Stefánsson hefur unnið mest við bygginguna og svo
Sveinlaugur Helgason og Hjálmar Vilhjálmsson, en þeir voru allir mjög
lagtækir menn, Sveinlaugur faglærður.
Svo er að sjá í reikningum og fundargerðum sem byggingarvinnu hafi
ekki lokið að fullu á þessu ári. En snjó og ís var safnað strax þennan
vetur og húsið rekið sumarið 1926.
Slitróttar upplýsingar frá þessu tímabili benda til að rekstur Jaka hafi
verið eitthvað stopull. Útgerð dróst nokkuð saman á þessum árum og afli
var oft fremur tregur. En af þeim reikningum sem til eru má sjá, að
fyrirtækið hefur verið rekið nokkurn veginn hallalaust. Hefur Hjálmar
Vilhjálmsson haft með reikningshald að gera, a.m.k. fram til 1932 og
sennilega allan tímann sem Jaki starfaði. Skýrsla sem geymst hefur um
tekjur Jaka 1929 sýnir, hverjir voru tekjuliðirnir. Frysting síldar er
langstærsti pósturinn. Aðrir liðir eru geymd frosin síld, hlýri, þ.e.
ljósabeitan, og fiskur, þ.e. til matar, kjöt og kjötmeti og loks kemur svo
seldur snjór. Gerir þetta samtals í tekjur kr. 2072.50 á árinu 1929.
ís og afsalt
Helstu kostnaðarliðir þetta sama ár eru ís- og snjóvinna á kr. 653.20,
,,vinnulaun“ 600 kr., þar af sennilega 450 kr. fyrir viðgerðir, og svo loks
salt, um 9 tonn á kr. 353.96. Kílóið er verðlagt á 4 aura. Hér er