Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 40
38
MÚLAÞING
sennilega um afsalt að ræða, því venja var að nota það fremur en nýtt
salt. Það var vitanlega ódýrara og æskilegra að nota nýtt salt í fískinn.
Mikil áhersla var þá lögð á að vanda verkun hans eins og auðið var alls
staðar þar sem ég þekkti til.
Þótt Hjálmar á Brekku annaðist fjárreiður og heíði umsjón með
rekstri var stundum ráðinn maður til að sjá um afgreiðslu og aðra
daglega pössun eins og þessar hendingar bera með sér:
Lítið er um englaval,
einhvern verður að taka,
Daníel Sveinsson dubba skal
dyravörð á Jaka.
Frosthúsið var rekið þessi ár Jaka nákvæmlega á sama hátt og áður.
Iskvörnin var þá orðin ónýt fyrir alllöngu, man ég raunar aldrei til að ég
sæi hana notaða. Aftur á móti var sú nýbreytni upp tekin um 1930 að
nota hest til ísdráttar að vetrinum. Á snjó- og ísvinnuskýrslu þetta ár er
færð á hestinn 21 7“ klukkustund á kr. 1.50. Kaup manna þá í þessari
vinnu er 80 aurar á klukkustund og unnu þeir að ís- og snjótöku samtals
í 247 og 7« klukkustund.
Ekki verður nú sagt með nákvæmni hvenær hætt var með öllu að nota
gamla frosthúsið á Brekku. Síðasta fundargerð Jaka sem ég hef komist
yfír er frá 9. febrúar 1930 og reikningar eru færðir fram á mitt ár 1932 í
þá bók, sem ég hef nú með höndum.
1 þá bók er auk þess fært á reikning Hjálmars Vilhjálmssonar í
samfelldri röð grunnleiga 25 kr. og þinggjald 5.40 kr. á ári fyrir öll árin
1933-1939 að því ári meðtöldu. Er það í framhaldi af reikningi 1932,
sem svo ekki er lokað fremur en öðrum reikningum þetta síðasta ár,
sem færslur ná til. En sá reikningur sýnir verulega innstæðu Hjálmars
áður en nefndar færslur koma til. Þær eru því ekki gerðar til þess að
jafna halla á þeim reikningi, hver svo sem tilgangurinn hefur verið fyrst
reikningurinn er hvorki gerður upp né einhver gjöld færð á móti.
í kladda Hjálmars sjálfs frá 1935—1937 er á einum stað fært á M.b.
Stíganda, fjögurra tonna trillu sem þá var gerð út frá Mjóafírði, frysti-
og geymslugjald á síld og ársett 1936.
Valurinn á Brekku var gerður út fram til 1937, en báturinn var seldur
til Neskaupstaðar 1939.
Af þessu má ráða að frosthúsið hafi verið notað a.m.k. fram til 1936.
Um næstu tvö áxin er meiri óvissa.
Sumarið 1939 var byggð bráðabirgðavotheysgeymsla úr timbri í