Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 41
MULAÞING
39
norðvesturhorni ískjallarans. Man ég fyrir víst að húsið var ekki notað
það ár. Næsta ár var það svo rifið og efnið m.a. notað í fjós heima á
Brekku. Litlu síðar gerði Eðvald Jónsson sér sjóskúr í tóft ískjallarans,
gat notað norður- og vesturveggina, sem voru steyptir. Og sex árum
seinna var byggð kartöflugeymsla með öllum vesturveggnum og stend-
ur hún enn.
Skammlífi Jaka átti sér ýmsar orsakir, sumar augljósar og afgerandi.
Aðeins tveir mótorbátar voru eftir í firðinum og lagðist útgerð þeirra
niður í þann mund sem félagið hætti störfum. Onnur útgerð var
sáralítil. Fiskur varð tregari með hverju ári og kreppuárin upp úr 1930
fóru í hönd. Vélfrystihús ruddu sér til rúms og eldri tækni laut í lægra
haldi.
Hér hefur nú verið sögð saga þessa elsta frosthúss á landinu eftir því
sem þær heimildir greina er ég hef haft með höndum. Eins og fram
hefur komið nær hún yfír hér um bil 40 ára tímabil frá 1895 til 1836. Er
það merkilegt tímanna tákn, að þessi saga er stórum óljósari síðustu
árin heldur en þau fyrstu.
Gamla húsinu lýst
Hvernig voru þá gömlu frosthúsin gerð? Til munu vera allgreinargóðar
frásagnir um það. Eg ætla þó að bæta við lýsingu á frosthúsinu á Mjóa-
firði, en það var í notkun fram á mína daga. Ekki hef ég rekist á mál og
lýsingu þess húss, en það kann þó að finnast, t.d. í virðingargerðum í
þar til heyrandi bókum. Ég get því ekki greint frá stærðum hússins af
neinni nákvæmni.
Frosthúsið í Mjóafirði var í rauninni samsett af þremur einingum, ís-
og snjógeymslu, frystiskúr og ,,frystiklefa“ eða beitu- og matvæla-
geymslu.
Eins og fram kemur í þessari frásögn var orðið íshús almennt notað
um allt þetta, en í Mjóafirði einkum frosthús. Rökrétt væri að nefna
þessar þrjár einingar: íshús, frystiskúr og frosthús.
Isgeymslan var langstærst um það bil 13x10 m að grunnmáh og
vegghæðin um 3 m, ris hússins var miðlungi bratt. Húsið sneri stöfnum
upp að brekkunni og niður að sjónum.
Brekkumegin á gaflinum ofan við lausholtið voru allbreiðar dyr og vel
manngengar. Þar var ísinn og snjórinn látinn inn. Nokkur jarðfylhng
var að gaflinum, en þó mun hafa verið gengið eftir brú eða slyskja,
þegar tekin var ís og snjór. Veggir ískjaharans voru eftir að ég man til úr