Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 49
MÚLAÞING
47
Brúðardalsá, sem fellur í Jóku og myndar vinkil við hana, því Brúðar-
dalur snýr sem næst stafni í Þórudal. Farið er inn með Brúðardalsá og
upp með henni að framanverðu, upp svokallaðan Brúðardalsháls. A
vinstri hönd við veginn er Brúðarhóll, allhár melhóll á gilbarmi. Eftir
það liggur vegurinn niður að Brúðardalsá og yfir hana uppi í dal. Að
utanverðu við Brúðardalsá, á móti Brúðardalshálsi, eru brattar skriður
með mörgum smá gilskorum og strandberg í árgljúfrinu fyrir neðan.
Þessar skriður voru oft farnar með fjárrekstra á haustin þegar autt var.
Var það gert til að losna við að reka tvisvar yfir Brúðardalsá. Þessar
skriður voru hins vegar ekki farnar með lest. En þó bar út af eitt sinn að
vetri til í hláku er áin var ófær, að maður nokkur, Páll Pálsson frá
Litla-Sandfelli teymdi lest þessar skriður. Sprakk þá fram snjóflóð og
hreif með sér tvo hesta, sem hröpuðu til dauðs í árgljúfrið.
Nú, ég var kominn yflr Brúðardalsá og upp í Brúðardal. Þar liggur
vegurinn sniðhallt upp Brúðardalskinnar, upp á Kinnarmel og áfram
upp á Hvalvörðu. Er það allhár melkambur og hæsti punktur á heiðinni,
498 m. Þar stendur stór og vel hlaðin grjótvarða. A Hvalvörðu eru
hreppamörk Skriðdals og Reyðarfjarðar.
Nú tekur við sjálf heiðin, sem er lítið eitt mishæðótt, með Brúðardals-
fjall að norðan 976 m og Tröllafjall að sunnan 1136 m.
Heiðin er mjög snjóþung, og var leiðin merkt með tréstaurum. Þegar
fer að halla niður af, verður fyrir djúpt og mikið gil sem Yxnagil heitir.
Mér finnst raunar að það hefði átt að heita Illagil, því það var oft vont
yfirferðar á vetrum í snjó.
Því má skjóta hér að, að á vetrum fóru menn stundum gangandi
Eggjar, en sú leið er snjólétt og styttri en dalirnir og heiðin. Þá var farið
upp með Eyrarteigsá og gengið inn Arnhólsstaðafjall og norðan til í
Brúðardalsfjalli. Verður þá fyrir snarbrött kinn á móts við Yxnagil.
Þessi kinn er mjög varasöm vegna hálku og snjóflóðahættu. Þar fórust
5. apríl 1905 í snjóflóði tveir menn frá Strönd í Vallahreppi, sonur og
bróðir Sigurðar Sigurðssonar bónda þar, Guðjón og Gunnar.
Tíunda janúar 1939 varð Benedikt Blöndal á Hallormsstað úti á ferð
yfir Þórsdalsheiði frá Reyðarfirði. Honum var fylgt ofan í Þórudal.
Hann fannst örendur fremst í Hallbjarnarstaðaskriðunum á mjög
erfiðum stað. Um fleiri dauðaslys á Þórdalsheiði veit eg ekki í seinni
tíð.1
1 Árið 1702 féll presturinn á Hallormsstað ásamt hesti sínum niður um snjóloft í
klettagili á heiðinni og var látinn þegar hann náðist. Hann hét Þorleifur Guðmundsson
(pr. á Hallormsstað 1677 til æviloka) og var, þegar slysið vildi til, á heimleið úr