Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 50

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 50
48 MULAÞING Verður nú áfram haldið þar sem frá var horfið við Yxnagil. Fyrir neðan það er fyrst sléttur aurflötur lítið gróinn, þar sem fer að halla niður brekkurnar, niður á svokallaðan Drang. Svo heitir mikill stein- drangur, sem stendur á brekkubrún við veginn. Taka nú við Drangs- brekkur, og liggja þær í mörgum beygjum niður í botn Areyjadals, sem er alllangur og fremur þröngur. Há og brött klettafjöll til beggja hliða, Áreyjatindur að norðan og Tröllafjall að sunnan. Á leiðinni út Áreyjadal er mikil og há grjótskriða úr TröUafjalli og heitir Stórurð. Yst í dalsmynninu er allhátt klettaklif sem heitir Áreyjaklif. Þegar niður af því kemur blasir Áreyjabærinn við norðan við Áreyjaána. Þar eru sléttar eyrar og grasílatir og 5—6 km út að Búðareyri. Þessi ófullkomna leiðarlýsing er einkum fyrir þá sem þessi leið er ókunn, en liafa ef til vill gaman af að kynnast henni. Þetta er skemmtileg gönguleið á sumrin, og eins fyrir hestamenn. Á tímabili var mikill áhugi á því hjá bændum í Skriðdal að fá bílveg yfir Þórdalsheiði. Var meira að segja byrjað á vegi vorið 1930 að frumkvæði Stefáns Þórarinssonar hreppstjóra á Mýrum, sem hafði útvegað peninga úr fjallvegasjóði og sýslusjóði. Allstór flokkur af Skriðdælingum fór niður á Áreyjadal undir stjórn Einars Stefánssonar frá Mýrum. Slegið var upp tjöldum og byrjað að vinna í Áreyjaklifi, en þangað var bílfært utan af Búðareyri. Var síðan unnið af kappi við vegarlagninguna inn dalinn og komist inn á Innraklif nær innst í dalnum. Ekki er gott land til vegarlagningar upp Drangsbrekkurnar, um tvær leiðir að velja, annars vegar að skásneiða bratta kinn, hins vegar að krókast upp þar sem hestagöturnar lágu. Svo fór að ekki þurfti að velja, því lengra var aldrei rutt. Þessi vegur var dálítið notaður fyrst í stað og fengu menn flutta ýmsa þungavöru, svo sem girðingarefni og timbur inn á vegarendann. En það lagðist niður þegar bílvegur fór að þokast áleiðis upp í Skriðdalinn frá Egilsstöðum. Meðan allir flutningar fóru fram á hestum var Þórdalsheiði fjölfarin leið úr Skriðdal, Fljótsdal, af Efradal og jafnvel víðar. Þær voru oft langar ullarlestirnar á vorin, því oft var farið frá mörgum bæjum samtímis. Svo voru fjárrekstrarnir á haustin. Þá var það venja hér í Reyðarfjarðarkaupstað ásamt fjórurn öðrum prestum og reið síðastur. Einnig varð far úti maður í stórviðri á jólum árið 1811. Hann var frá Reyðarfirði, Guðmundur Marteinsson að nafni, „uppflosnaður vesalingur" virðist standa í kirkjubókinni, grafinn 7. jan. 1812. Samferðakona hans Guðrún að nafni fannst ,,lítt tórandi á frmmta dægri þar eftir“ segir í heimildinni, sem er auk prestþjónustubókar annálskver Gísla Gísla- sonar í Njarðvík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.