Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 50
48
MULAÞING
Verður nú áfram haldið þar sem frá var horfið við Yxnagil. Fyrir
neðan það er fyrst sléttur aurflötur lítið gróinn, þar sem fer að halla
niður brekkurnar, niður á svokallaðan Drang. Svo heitir mikill stein-
drangur, sem stendur á brekkubrún við veginn. Taka nú við Drangs-
brekkur, og liggja þær í mörgum beygjum niður í botn Areyjadals, sem
er alllangur og fremur þröngur. Há og brött klettafjöll til beggja hliða,
Áreyjatindur að norðan og Tröllafjall að sunnan. Á leiðinni út Áreyjadal
er mikil og há grjótskriða úr TröUafjalli og heitir Stórurð. Yst í
dalsmynninu er allhátt klettaklif sem heitir Áreyjaklif. Þegar niður af
því kemur blasir Áreyjabærinn við norðan við Áreyjaána. Þar eru
sléttar eyrar og grasílatir og 5—6 km út að Búðareyri.
Þessi ófullkomna leiðarlýsing er einkum fyrir þá sem þessi leið er
ókunn, en liafa ef til vill gaman af að kynnast henni. Þetta er
skemmtileg gönguleið á sumrin, og eins fyrir hestamenn. Á tímabili var
mikill áhugi á því hjá bændum í Skriðdal að fá bílveg yfir Þórdalsheiði.
Var meira að segja byrjað á vegi vorið 1930 að frumkvæði Stefáns
Þórarinssonar hreppstjóra á Mýrum, sem hafði útvegað peninga úr
fjallvegasjóði og sýslusjóði. Allstór flokkur af Skriðdælingum fór niður á
Áreyjadal undir stjórn Einars Stefánssonar frá Mýrum. Slegið var upp
tjöldum og byrjað að vinna í Áreyjaklifi, en þangað var bílfært utan af
Búðareyri. Var síðan unnið af kappi við vegarlagninguna inn dalinn og
komist inn á Innraklif nær innst í dalnum. Ekki er gott land til
vegarlagningar upp Drangsbrekkurnar, um tvær leiðir að velja, annars
vegar að skásneiða bratta kinn, hins vegar að krókast upp þar sem
hestagöturnar lágu. Svo fór að ekki þurfti að velja, því lengra var aldrei
rutt. Þessi vegur var dálítið notaður fyrst í stað og fengu menn flutta
ýmsa þungavöru, svo sem girðingarefni og timbur inn á vegarendann.
En það lagðist niður þegar bílvegur fór að þokast áleiðis upp í
Skriðdalinn frá Egilsstöðum.
Meðan allir flutningar fóru fram á hestum var Þórdalsheiði fjölfarin
leið úr Skriðdal, Fljótsdal, af Efradal og jafnvel víðar. Þær voru oft
langar ullarlestirnar á vorin, því oft var farið frá mörgum bæjum
samtímis. Svo voru fjárrekstrarnir á haustin. Þá var það venja hér í
Reyðarfjarðarkaupstað ásamt fjórurn öðrum prestum og reið síðastur. Einnig varð far
úti maður í stórviðri á jólum árið 1811. Hann var frá Reyðarfirði, Guðmundur
Marteinsson að nafni, „uppflosnaður vesalingur" virðist standa í kirkjubókinni, grafinn
7. jan. 1812. Samferðakona hans Guðrún að nafni fannst ,,lítt tórandi á frmmta dægri
þar eftir“ segir í heimildinni, sem er auk prestþjónustubókar annálskver Gísla Gísla-
sonar í Njarðvík.