Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 51
MULAÞING
49
Skriðdal að reka féð kvöldið áður en lagt var á heiðina, að næstu
bæjum, Arnhólsstöðum eða Hallbjarnarstöðum. Fljótsdælingar og Jök-
uldælingar ráku upp frá Buðlungavöllum yfir svonefnda Buðlungavalla-
heiði og komu niður hálsinn milli Mýra og Flögu. Gistu síðan á bæjum í
Skriðdal áður en lagt var til Þórdalsheiðar. Allar lestaferðir beirra
norðanmanna voru farnar yfir Hallormsstaðaháls milli Hallormsstaðar
og Geirólfsstaða. Þessar lestaferðir vöktu nokkra athygli á sínum tíma,
og verður nú sagt lítilsháttar frá þeim.
Faðir minn, Bjarni Björnsson á Borg í Skriðdal, hafði mörg járn í
eldinum við búskapinn. Hann hafði stórt fjárbú og jafnan 5 kýr í fjósi.
Hann mun manna lengst hér um slóðir hafa fært frá, og voru jafnan
40—60 ær í kvíum. Það var því mikil mjólk á sumrin. Var mjólkin skilin
og búið til smjör og hleypt skyr. Skyrið var síað og safnað í trébiður,
sem kallaðar voru. Þær tóku 20-50 potta hver. Síðan var bundið vand-
lega yfir, þær bundnar í klyfjar og íluttar á hestum yflr Þórdalsheiði.
Smjörið var flutt í kössum. Með þessar mjólkurvörur fór faðir minn einu
sinni og stundum tvisvar í viku til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Eg held
að þessi viðskipti hafi verið mjög vinsæl. Það má vera að um einhver
vöruskipti haFi verið að ræða, a. m. k. kom hann stundum með nýjan
fisk, harðfisk og jafnvel hákarl.
Eg ætla að segja stutta gamansögu, sem eg heyrði séra Þórarin
Þórarinsson á Valþjófsstað segja í silfurbrúðkaupsveislu foreldra
minna. Hún er á þessa leið:
Það var einhverju sinni að prestur mætir föður mínum á Þórdalsheiði
með mjólkurvörur á leið til Reyðarfjarðar. Eftir að þeir hafa heilsast
segir prestur, að það gangi sú saga manna á milli, að það sé svo mikið
að gera á Borg að það verði að nota tímann til hins ýtrasta. Þar sé t. d.
skyrið hleypt og strax eftir það bundið vel yfir biðurnar og þær síðan
fluttar á hvolfi til Reyðarfjarðar svo mysan síist úr því á leiðinni.
Prestur sagði að faðir minn hefði lítið sagt við þessu, en snarast að hesti
með skyrklyfjar, tekið ofan skyrbiðu og byrjað að leysa með þeim
ummælum, að best væri að prestur dæmdi sjálfur um innihaldið.
Prestur bað hann að gera ekki meira að, hann efaðist ekki um að vel
væri að unnið.
Foreldrar mínir bjuggu á Borg 1916-1940. Fráfærur voru fram til 1935
eða 1936, og allt þangað til tíðkuðust þessar ferðir með mjólkurvörur á
Reyðarfjörð.
I upphafi þessarar greinar er vikið að því, að vetrarferðir yfir
Múlaþing 4