Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 55
HRAFNKELL A. JÓNSSON
Póstar um Ketilsstaðamenn og þýsk sambönd
/.
Það er eftirtektarvert að heimildir sem varða sögu Austurlands frá fyrri
öldum, eru mun fátæklegri heldur en viðkemur öðrum landshlutum.
Ekki er auðfundin á þessu skýring, en hugsanlega er ástæðan sú, að
Austfirðingar hafi verið menn friðsamari en gerðist með aðra lands-
menn og því farið af þeim færri sögur og minna málavafstur verið í
kringum þá. En hver svo sem skýringin er, þá er afleiðingin sú, að þeim
sem leggur það á sig að rýna í fortíðina, verður oft á tíðum fátt til fanga.
Hvað varðar austfirska persónusögu og þær fátæklegu heimildir sem til
eru, þá eru þær oft aðeins brot sem merlar á, en erfitt að fá þau til að
mynda samfellda mynd. Hvað varðar rannsóknir ættfræðinga, þá er
fyrir hendi augljós tilhneiging til að rekja ættir þeirra Austfirðinga sem
við heimildir koma, til kunnra manna utan héraðs, þótt fátt eitt veiti
slíkum ættfærslum stuðning utan nafnalíkur einar.
Eg ætla að festa hér á blað hugmyndir mínar um eina slíka ættfærslu
og fara að nokkru ótroðnar slóðir. Þótt menn íallist ekki á tilgátu mína,
vonast eg til að einhverjum megi verða þetta hvatning til frekari
könnunar.
Bjarni Marteinsson, Hákarla-Bjarni á Ketilsstöðum á Völlum, er
orðinn mikill ættfaðir á Austurlandi og hefur verið einhver svipmesti
maður sinnar samtíðar. Ungur að árum verður hann sýslumaður í hluta
af Múlaþingi. Hann kemur fyrst við sögu í Eyrarteigi í Skriðdal hinn 3.
október 1465.1 Fimm árum fyrr kvænist hann og fær fyrir konu
Ragnhildi Þorvarðardóttur, Loftssonar frá Möðruvöllum í Eyjafirði,
göfugasta kvonfang á Islandi.2 Þetta kvonfang eitt er nægjanlegur
vottur þess, að Bjarni hefur verið af einhverri þeirri ætt sem samboðin
hefur þótt svo göfugum kvenkosti, og í annan stað má af þessu ráða, að
ekki hafa þeir verið á horleggjunum efnalega forfeður og foreldri
Bjarna.