Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 59
MULAÞING
57
fyrirmenn af Héraði. Vel er hægt að láta sér detta í hug að Marteinn hafi
búið á Bessastöðum eða Víðivöllum ytri í Fljótsdal.
Niðurstaða mín af þessum hugleiðingum er sú, að Marteinn Olafsson
hafi verið sonur Olafs bónda Jónssonar á Bessastöðum í Fljótsdal og
faðir Bjarna á Ketilsstöðum á Völlum, sem nefndur hefur verið
Hákarla-Bjarni. Eg tel ljóst að hér hafi verið um gróna stórbændaætt af
Héraði að ræða, sem styrkt hafi auð sinn og völd með útgerð og
farmennsku. Þegar skoðuð er saga Bjarna Marteinssonar og afkomenda
hans eina og hálfa til tvær aldir, þá er augljóst að mörgu er enn ósvarað.
Athygli mína vekur sérstaklega hin áberandi tengsl þessa fólks við
Hamborgara, t. d. er ljóst að ein dóttir Erlends sýslumanns Bjarnason-
ar, Ragnhildur, giftist þýskum kaupmanni.18 Eins vekur umhugsun
bréf gert í búðinni á Djúpavogi 20. ágúst 1562,19 þar sem þeir Bjarni
sýslumaður Erlendsson á Ketilsstöðum og Hannes Marteinsson gera
með sér sáttmála vegna misklíðar sem samkvæmt bréfinu hefur staðið í
40 ár og er eftir því sem af bréfinu verður ráðið ættardeila. Ekki vekur
minnsta athygli, að meðal votta að sáttmála þessum er Bjarni Marteins-
son skipherra á Djúpavogi. Þá er ekki síður eftirtektarvert að konurnar
sem tengjast Ketilsstaðamönnum eru meira áberandi en gerist og
gengur á þessum tíma: Þær systurnar Vilborg Loftsdóttir,20 kona
Erlends á Ketilsstöðum, sem fær sekt og kárínur hjá kirkjunni vegna
hórdómsbrots, og Sesselja Loftsdóttir,21 ,,Hamra-Setta“, sem þrátt
fyrir dóm fyrir að fyrirkoma bónda sínum reyndist of stór í sniðum til að
hægt væri að koma yfir hana lögum, Margrét ríka á Eiðum sem
þjóðsögur lýsa sem hinum mesta kvenskörungi, Ragnhildur Erlends-
dóttir sem tók saman við þýskan kaupmann í andstöðu við ætt sína og
íslensk ættfræði hefur útskúfað fyrir bragðið, Margrét Erlendsdóttir
sem ekki vílaði fyrir sér að halda opinberan elskhuga og rifjar síðan
æskubrekin upp í vitnisburðum22 á gamals aldri. Loks má geta Málfríð-
ar dóttur Bjarna Erlendssonar, sem eftir að hún varð ekkja, giftist
vinnumanni sínum bláfátækum, Einari Ásmundssyni.23 Þau hafa orðið
kynsælust hjón á Austurlandi.
II.
Orlög Erlends sýslumanns Bjarnasonar á Ketilsstöðum eru eftirtektar-
verð. Bogi Benediktsson segir þannig frá þeim í Sýslumannaævum:24
„Sögn er að hann [þ. e. Erlendur] hafi tekið duggu enska á Loð-
mundarfirði og drepið þá er á voru utan einn, er með sundi til lands