Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 60
58
MÚLAÞING
komst undan, og svo náð öðrum duggum. Ólafur trölli á Hólalandi í
Borgarfirði hét sá maður, sem sagt er að vegið hafi skipstjórnarmann-
inn og af því hafi bardaginn hafist. Mælt er að hann hafi þaðan flúið
næsta vor langt í burt, en enskir komið næsta sumar eftir og heitið
Erlendi griðum, ef þeim á hverju sumri væri goldið sauðfé sem fyllti þá
rétt er þeir létu byggja í Stöðvarfirði, og það um þrjú sumur, en hún tók
nær 800. Hafi eigi ábrostið gjaldið fyrr en hið þriðja sumar, en þá hafi
eina nótt konu á Ketilsstöðum dreymt að maður kæmi að henni og
kvæði þetta:
Erlendur vel kenndur, ítrum fróður, vel góður.
Lagamaður listhagur, les á bók með orð klók.
Skáld er hann skíra kann, skemmti mest, vel flest.
Koma skal á kauptíð klögumál fyrir hans sál.
Segðu Erlendi nú, sofandi frú, reynstu mér trú.
Konan vaknaði, gekk nokkru síðar til Erlends og sagði honum. En er
hún gekk út aftur voru þeir ensku þar komnir og tóku Erlend. Sögðu
Austfirðingar þeir hefðu látið hann í gaddatunnu. Þeir segja enn að
skipstjórnarmaðurinn sem veginn var, héti Adam, þar af sé málsháttur-
inn: Lítið er það í Adarnsgjaldið.“
Ekki er gott að sannreyna þessa frásögn, þar sem heimildir þegja
þunnu hljóði. Víst er þó að Erlendur hverfur úr heimildum um 1520, en
á þeim tíma eiga sér stað átök enskra kaupmanna og Hamborgar-
kaupmanna hér á landi. Eins og fyrr segir, þá tel eg að þeir Ketilsstaða-
menn hafi stundað kaupmennsku og þá átt viðskipti sérstaklega við
Hamborgara. Því tel eg þetta frekari staðfestingu á tilgátu minni.
III.
Að lokum ætla eg að rifja upp sögu Eiríks sýslumanns Árnasonar á
Skriðuklaustri.25 Eiríkur var ekki af ætt Ketilsstaðamanna en nátengd-
ur þeim. Hann var kunnastur af stórbrotnum deilum sem hann átti í við
Hall prest Högnason á Kirkjubæ í Tungu. Svo fór að lokum að Eiríkur
tók Hall höndum og setti hann í dýflissu á Skriðuklaustri. Tungumenn
vildu ekki una þessari meðferð á presti sínum, fóru að Eiríki og leystu
síra Hall úr haldi. Af þessum erjum fékk Eiríkur viðurnefnið prestahat-
ari.
Þegar Eiríkur hafði verið sýslumaður í fjögur ár, þá er það 13. júní
1567, að í Vallanesi er samankominn hópur manna, eru þar 6 prestar