Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 67
MÚLAÞING
65
Svo var farið að yfirheyra okkur. Það gekk heldur illa því ekkert
okkar kunni ensku. Þó hef eg lúmskan grun um að Gunnar hafi kunnað
enskuna. Túlkur var sóttur og okkur þvælt á mifli herbúðanna úr einum
stað í annan. Við máttum ekki ræðast við okkar á mifli, heldur einungis
tala við túlkinn hvert fyrir sig. Helst leit út fyrir að við Gunnar yrðum
teknir þegjandi og hljóðalaust og sendir, hver veit hvað, en konunum
sleppt.
Þá var mér ekki farið að standa á sama, sá hvað konunum leið og
óskaði eftir því að íslenska lögreglan yrði kvödd á vettvang. Eftir
vangaveltur og þras var hún sótt, og fór þá heldur að vænkast okkar
staða. Að lokum slepptu Bretarnir okkur.
Þannig endaði þetta ævintýri sem mér finnst nú eftir 40 ár heldur
broslegt, með því að okkur var fylgt inn að fyrrnefndri brú og voru þá
engir hermenn þar á vakt. Fórum við þá frjáls ferða okkar eftir það. Við
Gunnar vorum þeirrar skoðunar að það hefði átt að taka okkur og senda
til Bretlands. Sömu skoðunar var Gunnar rithöfundur þegar við komum
heim og sögðum sólarsöguna.
Nú vorum við frjáls og mikil gleði og kátína í bílnum hjá okkur á
heimleiðinni, það er segja fyrst í stað en ævintýrum þó ekki lokið. Þegar
við komum upp á miðjan Fagradal — þá stoppaði bíllinn, og það var
sama hvað við gerðum — hann vildi ekki fara í gang.
Við ýttum honum langa leið, en árangurslaust og að lokum gáfumst
við upp, yfirgáfum bílinn og löbbuðum af stað áleiðis til Egilsstaða.
Þangað komum við laust fyrir hádegi. Við fengum góðar viðtökur á
hótelinu hjá Sigríði Fanneyju, og Sveinn sendi strax vörubíl sinn með
Gunnar til að sækja bílinn, og var hann dreginn heim í hlað á
Egilsstöðum.
Eg fór í símann og hringdi í Skriðuklaustur og fékk mann með hesta á
móti okkur. Sveinn sendi vörubílinn með okkur áleiðis á móti hestunum
og komumst við heim um kvöldið. Þar með var þessu minnisstæða
ævintýraferðalagi lokið.
Það er af bílnum að segja, að Gunnar fór nokkrum dögum seinna út í
Egilsstaði til að láta athuga hann og gera við hann. Reyndist þá ekkert
að honum nema bensínleysi.
Jan. 1981.
Múlaþing 5