Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 68
EINAR PETURSSON
Minnisstæð ferð
— frá Eiðum í Hallormsstað fyrir 50 árum
Það var lengi að 14. mars var ákveðinn samkomudagur og um leið
hátíðisdagur Húsmæðraskólans á Hallormsstað. Alla tíð var húsfyllir á
þessum samkomum, því að sjálfsögðu drógu skólameyjarnar að sér
ungu mennina í nágrannasveitunum. Og vissulega voru þeir margir sem
þangað fóru ekki neina fýluför, íluttu heim með sér að vori konuefni
sem lögðu mér sér í búið þá fjölþættu og hagnýtu menntun sem þær
öðluðust í þessum skóla.
A hinn bóginn voru þeir líka margir sem ekki hlutu neinn árangur
síns erfiðis og héldu áfram að vera konulausir.
Við Tryggvi Blöndal vorum í Eiðaskóla veturinn 1930-1931, fyrsta
veturinn sem Húsmæðraskólinn starfaði. Tryggvi var hálfbróðir Bene-
dikts Blöndals og átti heima á Hallormsstað, en eg átti heima á
Ormsstöðum, hjáleigunni úti í skóginum. Við höfðum eðlilega mikinn
áhuga á að komast á samkomuna, enda yrði þetta heimferð um leið. Við
fórum því til skólastjóra og fengum leyfi til að fara á ,,marshátíðina“
eins og þessi samkoma var brátt kölluð.
Við lögðum af stað frá Eiðum eftir hádegið þann 14. mars í góðu veðri
og hugðumst verða fljótir í förum. Það var gott skautasvell á Lagarfljóti
og við vel þjálfaðir í skautahlaupi. Við gátum skrúfað á okkur skautana
heima á túni á Eiðum, fórum síðan út á Eiðavatn og þaðan niður á
Lagarfljót. I fyrstu gekk allt vel, við vorum fljótir í Egilsstaði, þurftum
að koma þar við og láta bréf í póst. Að því loknu fengum við okkur kaffi
á gistihúsinu og síðan héldum við áfram.
Þegar við komum inn hjá Hreiðarsstöðum lentum við í krapa og
tvístæðu, þurftum þá að skrúfa af okkur skautana og ganga nokkuð
langan spöl. Þegar við vorum lausir við krapann ætluðum við aftur á
skautana, en þá var allt frosið fast, svo við gátum ekki með nokkru móti
skrúfað þá á okkur aftur. Urðum við því að ganga það sem eftir var
leiðarinnar.