Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 69

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 69
MÚLAÞING 67 Þetta tafði okkur mikið, en ekki tjóaði að fárast yfir því, og nú tókum við stefnu beint á Hallormsstað. Þegar við vorum á móts við Strönd var komið myrkur. Þá tókum við eftir því að þar voru smáfannir hér og þar á ísnum, en við héldum áfram og vorum komnir nokkuð inn fyrir Mjóanes, þegar það gerist allt í einu að ísinn brestur undan okkur og við lendum í fljótið samtímis. Við höfðum gengið hlið við hlið, og vorum því báðir í sömu vökinni. Það vildi okkur til lífs að við náðum með höndunum upp á skörina og gátum krækt olnbogunum upp á ísinn, síðan öðrum hælnum. Gekk furðu vel að komast upp með þessum hætti. Ekki man eg til þess að við yrðum neitt hræddir meðan á þessu stóð, en þegar við vorum komnir upp fórum við að hugsa málið. Við sáum að snjórinn á ísnum óx til mikilla muna eftir því sem innar dró. Staf höfðum við ekki til að prófa fyrir okkur og tókum því það ráð að við fórum að höggva skautunum niður í ísinn. Kom þá í ljós að þar sem snjór var á ísnum, var hann ekki nema örþunnt skæni og alfs ekki mannhelt. Þá fór nú heldur að fara um kappana. Við vorum þarna úti á miðju Lagarfljóti á ónýtum ís, staílausir í náttmyrkri. Okkur var fullkomlega ljóst að við vorum í lífshættu, ísinn var svo veikur að hann gat svikið okkur hvar sem var. Nú tókum við þá ákvörðun að reyna að rekja okkur í land og stíga aldrei á snjó. Það var tafsamt og vandasamt, því ekki var auðvelt að komast hjá snjónum. Gengum við nú nokkurn spöl til baka og leituðum að snjólausri leið í land. Við höfðum það langt á milli okkar að við færum ekki báðir niður samtímis. Sums staðar skriðum við yfir þar sem okkur fannst ísinn veikastur, hjuggum skautunum niður öðru hverju — og eftir miklar krókaleiðir náðum við landi hjá Freyshólalæk. Það voru fegnar sálir sem þar stigu á land og fundu frosna jörð undir fótum. Við fórum upp á bílveginn sem er þarna rétt fyrir ofan og gengum hann áfram inn eftir. Þegar við komum inn að túnhliðinu á Hafursá, sáum við að fljótið var alautt þar fyrir innan. Hafði aldrei komið ís í það um veturinn þaðan og upp í fljótsbotn. Isir.n endaði svo sem einum og hálfum kílómetra innar en við tókum land. Við höfðum því nærri verið búnir að ganga í autt íljótið. Það skall hurð nærri hælum, ef við hefðum gengið örlítið lengra er hætt við að við hefðum misst af dansinum í kvennaskólanum. Það var að sjá að skólameyjunum geðjaðist vel að okkur. Þegar frídans var fyrir dömur, vorum við alltaf dregnir fyrstir út á gólfið — og að sjálfsögðu vorum við harðánægðir með það. Okkur kom saman um að við hefðum fengið fullgoldna þá lífshættu sem við lentum í.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.