Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 75
MÚLAÞING
73
árs. Þau íluttust síðan alfarin frá Loðmundarfirði að Hánefsstöðum í
Seyðisfirði og bjuggu þar 1897-1901. Þegar þau komu að Hánefsstöðum
fengu þau leigulóð á þurrlendri hæð skammt fyrir neðan Kollmelinn og
byggðu þar vandað, tvílyft timburhús, sem var kallað Sigurðarstaðir.
Ennfremur fengu þau nokkrar grasnytjar úr landi Hánefsstaða. Þá
bjuggu foreldrar mínir, Björg og Vilhjálmur, á Hánefsstöðum, en móðir
mín var bróðurdóttir Arnbjargar. Sigurður byggði og ágætt fiskihús og
bryggju framan við bryggju og sjóhús föður míns og voru sjóhús þessi
sambyggð.
Mér er ekki kunnugt um búskap þeirra Sigurðarstaðahjóna, en get
mér þess til, að þau hafi haft eina kú og nokkrar kindur. Slíkur
búskapur var alltíður á grasbýlum ýmissa jarða í Seyðisfirði á þeim
tíma. Eg hygg þó, að Arnbjörg og Sigurður hafi ekki stundað lengi
landbúskap á Sigurðarstöðum. Þorbjörg, systir Arnbjargar og maður
hennar, Sigurður Gunnarsson, íluttu að Hánefsstöðum 1899, sam-
kvæmt því er segir í sóknarmannatali, og voru þar samfleytt til 1906.
Þau voru án efa á Sigurðarstöðum þessi ár og munu hafa annast þann
búskap, sem þar var rekinn. Þá voru vélbátar ekki komnir til sögu, en
árabátaútgerð mikil frá Seyðisfirði. Ég giska á, að Sigurður og Arnbjörg
hafi þegar byrjað að gera út á meðan þau bjuggu í Loðmundarfirði, þó
aldrei hafi mikið kveðið að útgerð frá þeim firði, enda eru lendingarskil-
yrði þar ekki góð. Fjörðurinn er fremur grunnur og opinn fyrir hafáttum
og brimi. Mér þykir líklegt, að þau hafi m. a. flutt að Neshjáleigu vegna
betri aðstöðu þar til útgerðar en frá Sævarenda, a. m. k. var skemmra á
fiskimið þaðan. Hinsvegar hafa skilyrði fyrir búskap verið tnun betri í
Neshjáleigu en frá Sigurðarstöðum. Sú staðreynd, að þau fluttu frá
Neshjáleigu að Hánefsstöðum, bendir því til þess, að hugur þeirra hafi
meira hneigst til sjávarútvegs en landbúnaðar. Frá Sigurðarstöðum
gerðu þau út árabát á meðan bæði lifðu.
Sambúð þeirra Arnbjargar og Sigurðar var ekki löng, því að Sigurður
lést eftir þunga sjúkdómslegu hinn 26. nóvember 1901. 1 blaðinu
Bjarka, 45. tbl. 1901, er sagt frá láti Sigurðar. Þar segir: ,,Að Sigurði er
mannskaði og hefur Seyðisfjörður þar misst einn af nýtustu mönnum
sínum.“ I sama blaði, 9. tbl. 1902, er minningargrein um Sigurð
Einarsson. Þar segir, að hann hafi gengið í Möðruvallaskóla 1880 og
verið þar í tvo vetur. Ennfremur er frá því skýrt, að hann hafi farið til
Ameríku 1887 og verið þar í sex ár til 1893, er hann kom heim aftur. Þar
vestra hafi hann fengist við smíðar og verslunarstörf. Hann var oddviti
Loðmundarfjarðarhrepps og hreppstjóri var hann í Seyðisfjarðarhreppi