Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 76
74
MÚLAÞING
frá 1899 til æviloka. Enn er þess getið, að hann hafi verið kosinn fulltrúi
Norðmýlinga á Þingvallafund 1895. Hann var forvígismaður um bind-
indismál og áhugasamur um kirkjunnar mál. Loks er þess getið í
blaðinu, að hann hafi hallast að kenningu unitara.
Sigurður Einarsson var meðal stofnenda Framfararfélags Loðmundar-
fjarðar.
Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, Sigríðar og Stefáns, sem
bæði hafa verið nefnd hér að framan.
V.
Það gekk ekki atvikalaust fyrir Arnbjörgu að fá lík manns síns jarðsett.
Um það hefur Jón Helgason rithöfundur og ritstjóri skrifað, sjá íslenskt
mannlíf, 3. bindi bls. 142.
Hún lét búa manni sínum gröf í óvígðri mold skammt fyrir ofan
Sigurðarstaði á þurrlendum grasbala við rætur Kollmelsins. Áður haíði
hún fengið leyfi jarðeiganda, Vilhjálms Árnasonar, til þess að jarða
Sigurð heitinn á þessum stað og umsögn héraðslæknisins, Kristjáns
Kristjánssonar, um að engin hætta í heilbrigðislegu tilliti gæti stafað af
því, að líkið væri grafið þar.
Skýringu á þessu einstæða fyrirbrigði er að finna í bréfi sóknarprests-
ins, séra Björns Þorlákssonar, dags. 12. desember 1901 til prófasts.
Bréfið hljóðar svo:
,,26. f.m. lést á Hánefsstöðum í Vestdalseyrarsókn hreppstjóri
Sigurður Einarsson. Maður þessi hafði fyrir nokkru lýst því yfir, að hann
væri utanþjóðkirkjumaður, og við manntalið 1. nóvember síðastl. lét
hann kalla sig unitara. Ekkja hans Arnbjörg Stefánsdóttir skrifaði mér
29. s. m., lýsti yfir, að þar sem hún væri sömu trúar sem maður sinn
sálugi, þá yrði hún að láta jarða hann, án þess að brúka prest, og
spurðist fyrir um það, hvort ég vildi leyfa að hann yrði jarðaður í hinum
nýja grafreit á Oldunni.
Bréfi hennar svaraði ég samstundis þannig, að með því ég áliti, að
venjulegir greftrunarsiðir c): að moldu sé kastað á líkið og sálmasöngur
viðhafður, væru skuldbindandi, þá hefði ég ekki vald til þess að leyfa
neinn af þeim 3 grafreitum, er ég hefði hönd yfir nema hún vildi
skuldbinda sig til að láta brúka þá siði við þetta tækifæri, því þá hefði ég
ekkert á móti því, að líkið yrði grafið í grafreitnum á Öldunni.
Að þessu þóttist hún víst ekki geta gengið, því 6. þ. m. lét hún grafa
lík manns síns fyrir ofan íbúðarhús sitt á Hánefsstöðum í óvígðri mold,