Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 78
76
MÚLAÞING
Skýrsla Arnbjargar fyrir réttinum fer hér á eftir, nokkuð stytt.
Hún kveður bréf sóknarprests, dags. 12. des. 1901, greina rétt frá
atvikum (jað sem það nái. Hún og maður hennar hafi bæði á fullorðins
aldri hallast að kenningu unitara og sagt sig úr þjóðkirkjunni. Kveður
hún mann sinn sáluga oft hafa beðið sig þess og síðast í banalegu hans
að láta eigi fylgja siðum þjóðkirkjunnar við greftrun sína. Sér hafi aldrei
komið til hugar að láta jarða mann sinn utan kirkjugarðs fyrr en hún
hafi fengið skýlaust afsvar frá sóknarpresti sínum um það að fá líkið
grafið í kirkjugarði án þess að það verði moldu ausið af þjóðkirkju-
presti. Segist hún hafa ráðgast um það við þá menn, sem hún áleit hafa
best vit á þeim efnum, því það hefði komið í bága við trúarskoðun
hennar og loforð, sem hún hafi gefið manni sínum á deyjanda degi, ef
hún hefði látið þjóðkirkjuprest ausa hann moldu. Með fullu leyfi
landeiganda og að fenginni yfirlýsingu héraðslæknis um, að ekkert væri
því til fyrirstöðu frá heilnæminnar sjónarmiði að jarða mann sinn þar
sem fyrr getur, hafi hún gert það. Þar hafi verið tekin venjuleg gröf og
lík manns hennar jarðað 6. des. f. á. að viðstöddum um 70 manns
þrátt fyrir hið versta veður. Hinir venjulegu útfararsálmar hafi verið
sungnir á undan og eftir, en Davið Ostlund aðventistatrúboði hafi
haldið húskveðju. Hún hafi síðan látið skrifa umsóknarbréf til konungs
um það, að líkið fengi að liggja kyrrt þar sem það væri, en hún hafi
fengið vitneskju um það frá biskupi, að slíkri beiðni yrði ekki sinnt,
heldur yrði hún annað hvort að sækja um leyfi fyrir heimagrafreit eða
um leyfi til að mega jarða líkið í kirkjugarði án þess að siðareglum
þjóðkirkjunnar yrði fylgt, hafi hún hætt við allt saman. Hún segir, að
það sé sín trú, að öll jörð, vígð eða óvígð, sé jafn heilög og að lík manns
síns hvíli eins vel þar sem það er og það væri í vígðum reit. Heldur eigi
kveðst hún geta skilið í því, að nokkrum geti verið ami í því, að líkið
liggi þar sem það er eða neins rétti sé hallað, því hún hafi greitt
hlutaðeigandi sóknarpresti bæði legkaup og líksöngseyri eins og líkið
hefði verið jarðað í kirkjugarði. Hún kveðst því álíta, að þar sem hún
hafi farið fram á að fá líkið jarðað í kirkjugarði og að það hafi verið
sóknarprestinum að kenna, að af því varð ekki, þá geti sér ekki borið
nein skylda til þess að taka líkið upp og flytja það í kirkjugarð og kveðst
því verða að neita áskorun dómarans um það. Hún kvaðst eigi geta
ætlað, að nokkur dómstóll, sem líti á málið frá báðum hliðum, geti áfellt
sig fyrir það úr því að svona standi á og trúbragðafrelsi sé í landinu.
Vilhjálmur á Hánefsstöðum var einnig yfirheyrður í réttarhaldi
þessu. Hann kvað það með fullu leyfi sínu, að Sigurður var jarðaður á