Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 79
MÚLAÞING
77
áðurnefndum stað. Hann segist hafa verið við jarðarförina og hafi hún
farið sómasamlega fram og á þann hátt, sem ekkjan hefur skýrt frá.
Dómarinn gekk að legstað Sigurðar sál. Einarssonar, sem var ca. 20
faðma fyrir ofan Sigurðarstaði. Hann segir leiðið gert upp á venjulegan
hátt og sterkar gripheldar trjágrindur settar kring um það, ca. 7 álna
langar og um 4 álna breiðar.
Réttarprófum var framhaldið 10. des. 1902. Sóknarprestur, héraðs-
læknir og Davíð Ostlund komu þá fyrir rétt. Ekkert kom fram í
vitnisburðum þeirra, sem var í andstöðu við skýrslu Arnbjargar í
réttinum 18. nóv. 1902.
Réttarprófunum lauk í réttarhaldi 20. jan. 1903, þar sem Arnbjörg
ein kom fyrir réttinn. Hún lagði þar fram skjal, sem Vilhjálmur á
Hánefsstöðum gaf út. I skjali þessu setur hann jörð sína að veði fyrir
því, að viðhaldsskyldu leiðisins verði gætt af eigendum jarðarinnar.
Arnbjörgu voru kynnt réttarprófin, en hún hafði engu við að bæta öðru
en því, að nú væri tryggt með veði í Hánefsstöðum, að leiðinu yrði
haldið við.
Með bréfi, dags. 21. jan. 1903, sendi dómarinn réttarprófin til
amtmanns, sem með bréfi, dags. 9. febr. s. á., leggur fyrir dómara að
láta málið ganga til dóms.
Hinn 17. apríl 1903 gekk dómur í málinu: Hið opinbera gegn
Arnbjörgu Stefánsdóttur, á þá leið, að hún var sýknuð af kærum og
kröfum hins opinbera og málskostnaður greiðist af almanna fé.
Jarðarfarar Sigurðar Einarssonar var getið í báðum blöðunum á
Seyðisfirði, Austra og Bjarka. I Bjarka segir, að flestir sveitungar hans
auk nokkurra annarra hafi verið við jarðarförina, þrátt fyrir það, að
veður var eigi gott. Þess er og getið í blaðinu, að jarðarförin hafi að öllu
leyti farið siðlega fram, sálmar sungnir og sorgarinnar eðlilega þögn og
rósemi hafi gagntekið hvers manns hug. Sigurjón Jóhannsson og Davíð
Ostlund birtu greinar, þar sem deilt var á sóknarprest fyrir að hafa
synjað Arnbjörgu um leg fyrir lík manns hennar í kirkjugarði.
Vegna fregnar í Austra um útförina ritaði Arnbjörg grein þá í blaðið
Bjarka, sem hér fer á eftir:
,,Skafti Jósefsson sem leiðandi maður
Skafti ritstjóri minnist í blaði sínu á útför mannsins míns sálaða, og
tekur þar sérstaklega fram, að sleppt hafi verið þeim versum úr sálm-
inum ,, Allt eins og blómstrið eina“, sem nafn Jesú Krists sé nefnt í.