Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 83
MULAÞING
81
fyrir kr. 1500,00. Það finnst mér einkennilegt, að báturinn Ásgeir
Sigurðsson var seldur vélarlaus fyrir 840 krónur, en vélin sér fyrir kr.
2585,00, en sami kaupandi var að bát og vél, Guðmundur Einarsson á
Kirkjuhvoli á Vestdalseyri. Vélbáturinn Ásgeir var gerður út frá
Vestdalseyri í fjölda mörg ár. Eg man eftir uppboði þessu, þó líklega
best eftir Jóhannesi sýslumanni, sem mér þótti afar glæsilegur í
embættisbúningi sínum með gylltu hnöppunum. Eg man eftir honum og
uppboðsgestum, þar sem þeir sátu við kaffiborð heima á Hánefsstöð-
um, sjálfsagt að uppboðinu loknu. Lokaskipti í þrotabúinu fóru fram
27. jan. 1912. Eignir sem til skipta komu námu kr. 5658,80 og hrukku
þær nákvæmlega fyrir forgangskröfum í búið. Þeir sem enga greiðslu
fengu við búskipti þessi voru samtals 32 að tölu og kröfur þeirra samtals
að fjárháð kr. 9533,60.
Eftir að Arnbjörg framseldi bú sitt til gjaldþrotaskipta og við blasti
sala húss hennar og annarra eigna leystist heimili hennar upp á haust-
dögum 1909.
VIII.
Eftir að heimili Arnbjargar leystist upp ákvað hún að flytja af fandi brott
og fara til Canada. Þangað fór hún vorið 1910 ásamt tveimur börnum
sínum.
1 fyrrnefndu bréfi Stefáns, sonar hennar, segir m. a. svo: ,,Við fórum
vestur með hjálp Vilborgar móðursystur minnar, sem var búin að vera
lengi hér í landi. Mamma var þá komin hátt á sextugs afdur, hún var
fædd 28. jan. 1852. Tók heimilisréttariand með aðstoð frændfóiksins í
Árborg og ég var sem sé fyrirvinna, vann það sem ég gat hjá Jóni syni
Viiborgar og Eiríks, sem var þá nýþyrjaður að búa. Sigga fór strax að
vinna og sendi það sem hún gat, því eins og þú getur nærri gaf bú okkar
mömmu ekki mikið í aðra hönd. Svo eftir tilsettan tíma fékk mamma
eignarrétt á landinu með aðstoð okkar fólks og þaðan komu peningarnir
þegar hún seldi landið til að borga gömlu skuldirnar. Mamma dó 4. okt.
1937 á mínu heimili, hún var búin að vera hjá okkur Siggu til skiptis."
Ég vil geta þess hér í framhaldi af frásögn Stefáns, að það hafa verið
dapurlegir dagar fyrir gömlu konuna að sjá á bak syni sínum, þegar
hann fór til vígstöðva á meginlandi Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni
1914—1918. Stefán særðist í stríðinu þannig, að byssukúla hæfði hann í
höfuðið með þeim afleiðingum, að hann missti sjón á öðru auga og
heyrn á öðru eyra. Nokkurra bóta mun hann hafa notið vegna slyss
þessa.
Múlaþing 6