Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 85
MAR KARLSSON
Verslun við Berufjörð
Það er óhætt að segja, að verslun við Berufjörð sé jafngömul landnám-
inu. Gautavík í Berufirði er talin elsti verslunarstaður á Austfjörðum.
Eftir gögnum að dæma hafa skip komið á mjög margar hafnir framan af
Þjóðveldisöldinni. Má nærri því svo að orði komast, að skip kæmu þá í
hvern ós og hverja vík öðru hverju. En er stundir liðu varð breyting á
þessu. A 13. öldinni er einungis getið um skipakomu á tíu hafnir
landsins eða tæplega eina höfn í hverri vorþingssókn. Á Austfjörðuin er
minnst á eina ákveðna höfn og er talið að þar sé átt við Gautavík í
Berufirði. Gautavík er á norðurströnd Berufjarðar. Þangað sigldu bæði
Irar og aðrar þjóðir fyrr á öldum og er hennar oft getið í annálum 14. og
15. aldar. Víkin er fremur grunn, en nokkuð breið. Á Búðareyri, sem
liggur að henni, eru leifar af mörgum búðartóftum. Höfninni er að
mestu skýlt við hafróti, en opin fyrir vindum þeim, sem standa handan
yfir þveran fjörðinn. Gautavíkin er alveg hlífðarlaus gegn hafísreki, eins
og reyndar allur Berufjörðurinn. Búðará kemur úr Skálafjalli og fellur
til sjávar í Búðarvíkina, sem er smá vogur, sem skerst inn úr Gautavík-
inni, en er rétt utan við svonefnda Fálkaþúfu, sem er svipmikill
klettatangi fram af Búðarmelnum.
Feður landnámsmannanna Geirmundar heljarskinns, Ingimundar
gamla og Þóris snepils, hafa að sögn allir þrír kvongast 'austrænum
konum. Synir þeirra allir eiga það sameiginlegt að vera bundnir nánum
tengslum við menn, sem báru Gauta nöfn. Er því hægt að rekja m. a.
Gautavíkur-heitið til fyrstu landnámsmannanna.
Gautavík á sér merka sögu. Hennar er oft og víða getið í fornsögum.
Á söguöld er Gautavík ein aðalhöfn á Austfjörðum. I Njálu segir:
„Kolbeinn hét maður og var Arnljótarson, hann var þrænskur maður.
Hann sigldi það sumar út til íslands, er þeir Þráinn og Njálssynir fóru
héðan; hann var þann vetur í Breiðdal austur. En um sumarið eftir bjó
hann skip sitt í Gautavík. Og þá er þeir voru mjög búnir, reri að þeim