Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 86
84
MULAÞING
maður á báti og festi bátinn við kaupskipið, en gekk síðan upp á skipið
til fundar við Kolbein. Kolbeinn spurði þenna mann að nafni. „Hrappur
heiti ég,“ segir hann.“
Hann bað um far til Noregs. Það varð úr, að Kolbeinn flutti
Víga-Hrapp til Noregs og hlaut litla þökk fyrir. Hann kemur mjög
við sögu í Njálu. „Þráinn fékk skipið Merði órækju frænda sínum;
sá Mörður vó Odd Halldórsson austur í Gautavík í Berufirði“. Ekki er
vitað um, livort Oddur sá, er bar beinin í Gautavík hafi verið einn af
fylgdarmönnum Marðar að sunnan eða úr nærliggjandi héruðum. „Þetta
hið sama haust kom skip út austur í Fjörðum í Berufirði, þar sem heitir
Gautavík; hét Þangbrandur stýrimaður.“ Þarna er sagt frá Þangbrandi
presti, sem kom hingað til að boða kristna trú.
A seinni hluta 16. aldar fluttu Þjóðverjar verslun sína frá Gautavík
suður yfir fjörðinn, fyrst á Fúluvík — Fýluvog, sem er sunnan til á
Búlandinu, og síðan á Djúpavog, en upp frá því höfðu einokunarkaup-
menn bækistöð sína þar. í tíð einokunarinnar var Djúpivogur talinn ein
af bestu höfnum landsins. Vogurinn skerst inn í Búlandsnesið að
norðanverðu og er alger náttúrusmíð með klettabelti á báða vegu, svo
og fyrir botni hans. Hér var því skjólgóð höfn varin fyrir öldugangi bæði
utan frá hafi og frá firðinum, nema þá helst í hvassri norðaustanátt.
Steinsnar upp af vognum er svokölluð Bóndavarða, sem setur mjög svip
sinn á umhverfið við höfnina, þaðan er víðsýnt og fagurt um að litast til
allra átta. Talið er að Bóndavarðan hafi hlotið nafn sitt af því að
bændur, sem komu í kauptíð til Djúpavogs, hafi hlaðið vörðuna, en
einmitt þar hafi verið heppilegast að skyggnast eftir síðbúnu kaupfari,
sem væntanlegt hefur verið til Djúpavogsverslunar. Þótt ekki væri um
miklar sjávarafurðir að ræða þótti Djúpavogshöfn ein hin besta og
kaupsviðið sæmilega arðvænlegt. Kaupsviðið tók yfir allan syðsta
hlutann af Múlaþingi og yfir þrjár þinghár af Skaftafellsþingi (Fón,
Hornafjörð og Oræfi), eða frá Gvöndarnesi vestur að Skeiðará. Þinghá
var það svæði nefnt, sem þing var háð á fyrir ákveðið umdæmi (samanb.
Hálsþinghá).
Aður fyrr höfðu Þjóðverjar siglt á Hornafjörð, en það tókst af með
einokunarversluninni og var Austurskaftfellingum mikill bagi af því.
Fóru þeir fram á það oftar en einu sinni að teknar væru upp siglingar að
nýju í Hornafjarðarós, en því var enginn gaumur gefinn, enda voru
danskir sjómenn ekki eins kunnugir staðháttum hér við land og
Þjóðverjar. Einokunarkaupmenn hafa talið skynsamlegt að hætta engu
við úfinn Hornafjarðarós, en bjóða heldur Skaftfellingum í kauptíð til