Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 87
MULAÞING
85
Djúpavogs, þótt torsótt leið væri yfir erfiðar ár, vötn og fjallvegi og ekki
með öllu hættulaust í svartasta skammdeginu er allra veðra var von.
Inn á Berufjörð tókst Hamborgurum að pota sér með verslun sína árið
1589. Þrátt fyrir að Brimarar væru þar fyrir, notuðu þeir alleinkennilega
aðferð til að ná versluninni undir sig. Brimarar höfðu sem sé jafnan
kallað höfnina „Ostifjord in Ostifjord SUSSELL‘“, en svo var hún
kölluð í leyfisbréfum þeirra, og höfðu þeir lengstum skipalegu í
Fúluvík, sem skerst inn í Búlandsnesið rétt sunnan við Djúpavog.
Hamborgarar komust fljótt á snoðir um að Islendingar kölluðu fjörðinn
Berufjörð og aðalhöfnina Djúpavog og notuðu sér þetta til að krækja sér
í leyfisbréf fyrir henni frá konungi 20. júní 1589. Verður því að miða við
það ártal sem lögskipaðrar verslunar á Djúpavogi. Sumarið eftir reis
heldur en ekki ágreiningur með Hamborgurum og Brimurum, er báðir
lögðust til kaupa á sömu höfnina eða því sem næst, og báðir með
jafngóðar heimildir í höndunum. Tóku þeir vitnisburði manna þar um
slóðir sumarið 1591 um það, hvort nafnið væri réttara á skipalegunni,
Fúlavík eða Djúpivogur, og hnigu þá flestir að því eins og vænta mátti,
að fjörðurinn héti Berufjörður og höfnin Djúpivogur, en þó voru þeir
ekki allfáir, sem kölluðu hana Fúluvík, og hitt bar öllum saman um, að
Brimarar hefðu legið þar til verslunar í 80 ár. Niðurstaða af þessu öllu
saman varð því sú, að konungur úrskurðaði báðum höfnina og skyldu
þeir sem vildu versla við Brimara í Fúluvík og hinir við Hamborgara á
Djúpavogi sem það vildu heldur. Ketill Sveinsson af Sléttu í Reyðarfirði
vottar, að Brimarar hafi legið nær 80 ár í Fúluvík. „Þar at stendur
þeirra gömul búð og þeirra forfeðra,“ og bætir svo við: „Yfir að þessari
höfn, Fúluvík, er af elstu mönnum hér sagt, að Djúpivogur liggi.“
Algengt var, að leyfi til verslunar á höfnum hér við land gengju í ættir.
Þar at stendur þeirra gömul búð og þeirra forfeðra, vottar Ketill
Sveinsson.
Þjóðverjar munu einna fyrstir erlendra kaupmanna hafa tekið upp
þann sið að reisa verslunarhús við þær hafnir, er þeir sigldu á, enda
komst þá á sú venja, að sömu mennirnir fengju leyfisbréf fyrir sömu
höfnunum ár eftir ár. Verslunarhúsin voru hlaðin úr torfí og grjóti en
þiljuð innan með timbri. Þau voru hólfuð í tvennt, í aðalhús og afhús.
Krambúðin var í aðalhúsinu, sem var að venju stórt um sig, en íbúð
kaupmanna í afhúsinu, sem var jafnan miklu minna. Má því ætla, að
gömul búð Brimara hafi staðið undir svokölluðum Loftskjólum, sem er
steinsnar frá Fúlavogi. Brimarar fengu yfírleitt ágætis orð hér eystra
fyrir góðgirni og hógværð, og óska flestir þess, að konungur vilji una