Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 89

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 89
MULAÞING 87 mörku. Hann vildi með þessu efla verslun og velmegun í helstu borgum ríkisins. En það var jafnframt stjórnkænskubragð til að brjóta hið forna Hansaveldi algerlega á bak aftur, því Island var ein af síðustu verslunar- miðstöðvum Hansakaupmanna erlendis. Jafnframt því að konungur veitti þegnum sínum einkaleyfi til verslunar á Islandi, setti hann þeim ýmsar reglur og skilyrði með tilskipun og voru þessar helstar: 1. Kaupmönnum var gert að skyldu að flytja nægan og góðan, falslaus- an og óspilltan varning til landsins, sem landsmenn þörfnuðust. 2. Kaupmönnum var bannað að leggja verð á varning sinn eftir eigin geðþótta, heldur skyldu þeir fara eftir góðri og gamalli landsvenju og hafa íslenska stiku og mæli. 3. Kaupmönnum var gert að skyldu að sýna höfuðsmanninum hlýðni og auðsveipni, en landsmönnum vinsemd og kurteisi í aflri umgengni og viðskiptum. Konungur gerði ráð fyrir að siglt yrði á 20 hafnir auk Vestmannaeyja, þrjár borgir skiptu með sér þessum höfnum, Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingseyri. 011 verslun við Berufjörð var skv. þessari tilskipun rekin af verslun frá Málmey. Illa stóðu kaupmenn við þau skilyrði og þær reglur, sem konungur setti þeim. Oft var kvartað sáran út af skemmdri og svikinni vöru, og alltof háu verði. Hér mun hafa verið borið við hirðuleysi kaupmanna, svo og að siglingar voru oft og einatt ógreiðar sökum víkinga og ófriðar í hafi. Það er eftirtektarvert í verslunarháttum fyrr á öldum, hve landsmenn eru fráhverfír öllum svikum og prettum og falsi, bæði sín á milli og við aðra. Þeir viðhafa almennt í kaupum og sölu hina ævafornu viðskiptaaðferð, sem sé að skipta á einum hlut fyrir annan. Þar að auki halda þeir alltaf í heiðri einu og sama verði á öllum hlutum. Þannig gat sama verð haldist á einu pundi af smjöri, físki eða mjöli í eitt til tvö hundruð ár. Skal ósagt látið, hvort að þessu leyti beri að telja Islendinga meiri hrakfallabálka en aðrar þjóðir eða kannski staðfastari, réttsýnni og áreiðanlegri. En að þessu leyti voru þeir fastheldnari á forna siði. Einokunarkaupmenn voru oft hrokafullir við Islendinga og sýndu þeim ekki vinsemd og kurteisi og þeir, sem ekki knékrupu fyrir þeim, urðu oft hart úti í viðskiptum. Við suma þeirra mátti eigi orðinu halla, því að þá var löðrungurinn vís. Þannig vitnaðist það um kaupmann eystra árið 1746, að hann hafði slegið mann til blóðs fyrir engar sakir í sauðaréttinni á Djúpavogi. Þeir sem kunnugir eru skapferli Islendinga, munu fara nærri um það, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.