Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 90
88
MULAÞING
þeir hafa eigi ævinlega tekið þessu ofríki kaupmanna með þögn og
þolinmæði, enda kastaðist oft í kekki með þeim og mátti stundum eigi á
milli sjá hvorir sýndu meiri frekju og þjösnaskap — kom það jafnvel
fyrir, einkum á 17. öldinni, að víg og hermdarverk hlutust af. Þannig
bar það við á Djúpavogi árið 1670, að danskur maður, sem var kokkur,
skaut Þorstein Guðmundsson frá Melrakkanesi til bana. Kokkurinn,
sem þetta illvígi vann, var á danska konungsskipinu, sem lá í Djúpa-
vogshöfn. Allt mun þetta hafa verið út af einum sjóvettlingum.
Að undirlagi Bjelke höfuðsmanns, sem sat að Bessastöðum, slapp
kokkurinn úr landi með konungsbréfi án refsingar. Þegar þetta skeður
tilheyrir jörðin Melrakkanes Þykkvabæjarklaustri. Er sagt að Guð-
mundur Bessason, faðir Þorsteins, hafi fengið jörðina frá konungi í
sonarbætur. Þannig komst Melrakkanes fyrst í bændaeign. Árið 1614
var kaupfari rænt í Djúpavogshöfn. Enskir víkingar rændu þá hér við
land bæði fé og fólki og gerðu mikinn skurk í dönskum verslunarhús-
um. Ári seinna rændu Spánverjar hér á landi og gerðu landsmönnum
mikið ógagn með skemmdarverkum og ránum.
Árið 1626 komu tvö ensk varnarskip úr hafi og lögðust inn á
Djúpavog, ætluðu þau að taka danskt kaupfar, sem þar lá fyrir, en
hættu við það, er þau sáu danska konungspassann. Höfðu þessi skip
áður tekið fimm ræningjaskip og ílutt til Englands.
Sumarið eftir, árið 1627, koma Tyrkir. Um hervirki þeirra, rán og
manndráp hefur margt verið ritað, m. a. bók Jóns Helgasonar ritstjóra,
Tyrkjaránið (Rvík 1963). Á Austurlandi bitnuðu hrellingar Tyrkjaráns-
ins harðast á fólki í Hamarsfirði, Hálsþinghá og við Berufjörð.
Eftir þá válegu atburði í kjölfar erfiðs árferðis og mikillar fátæktar var
hljótt við Berufjörð. Sums staðar stóðu bæir auðir, en búpeningur gekk
í haga. Það var eina lífsrnarkið, sem sást. Sorg og söknuður hafði
yfirbugað þá, sem eftir stóðu. Ástandið eftir allar þessar hörmungar var
ískyggilegt. Vöruskortur gerði fljótt vart við sig vegna truflana á
siglingum. Engar vörur bárust á sumar hafnirnar. Enginn þorði að
hreyfa við þeim vörubirgðum, sem fyrir voru nema í ýtrustu lífsnauðsyn
og eftir ráðstöfunum æðri stjórnvalda. Heldur vildu menn deyja drottni
sínum en ganga í berhögg við þær reglur, sem í gildi voru.
Þegar hér var komið sögu, þóttust kaupmenn ekki geta unað þeirri
kaupsetningu, sem konungur hafði gefið út. Báru þeir m. a. fyrir sig
verðhækkanir á útlendum nauðsynjum, svo og að innkaupsverð á
kornvöru hefði t. d. þrefaldast á undanförnum árum. Lét konungur
undan kaupmönnum og birti í Lögréttu árið 1631 nýja kaupsetningu að