Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 91
MÚLAÞING
89
landsmönnum forspurðum. Rituðu þá landsmenn konungi bænaskrá,
þar sem fram kom, að allir væru að þrotum komnir sökum harðinda og
dýrtíðar og beiddust þeir undan þessum nýju álögum verslunarinnar.
Kærðu þeir jafnframt kaupmenn fyrir margvísleg svik og pretti í
viðskiptum. Oft var fátæklingum neitað um úttekt, höfðu því kaup-
menn líf fjölda þessara manna í hendi sér. Voru því langar og strangar
verslunarferðir yfir straumharðar ár og erfíða fjallvegi lítið annað en
baslið og vonbrigðin, því oft voru pundin, sem heim var komið með,
ekki mörg og tilhlökkun þeirra, sem heima sátu í lágreistu kotunum,
var oft efablandin bið eftir brýnustu lífsnauðsynjum. Alltaf var þó
nýtnin og nægjusemin fyrir hendi, það var undirstaða lífsafkomu
þessara fátæklinga. Árið 1632 bárust lögmönnum kærur úr Hornafirði
yfir óþolandi verslunaránauð í Djúpavogskaupstað á undanförnum
árum. ,,Vér höfum veinað og kveinað í alvöru og öðruvísi hefur vort
mótlæti og aðfyndni engva unnbót kunnað fá, né finna.“
Arið 1706 leigist kaupsvið Djúpavogsverslunar fyrir 660 ríkisdali. Þá
eru taldar 249 fjölskyldur á verslunarkaupsviðinu og samtals 1767
manns. I lok 17. aldar og upphafi hinnar 18. virðist alþýðumenntun hér
á landi hafa verið á mjög lágu stigi. Arið 1717 segja biskuparnir Jón
Vídalín og Steinn Jónsson, að fáir bændur séu læsir og skrifandi og leiði
þessi mikla vankunnátta til þekkingarskorts í kristnum fræðum. Fyrst
svo var um bændurna, þá má búast við enn rneiri fáfræði hjá konum og
vinnukindum. Orsakir þessa voru margar. Má þar til nefna einokunina,
sem þjarmað hafði að landsmönnum í rúmt 100 ára, ennfremur
óskapleg harðindi um margra ára skeið og loks bólufaraldurinn mikla,
sem drap þriðjung landsmanna um 1707. Á því ári eru mörg smábýli
talin hafa farið alveg í eyði, þar eru og talin hér við Djúpavog
Salómonshús við Teigarhorn og Jónssel í Hamarsdal.
Allt lamaði þetta þjóðina efnalega og andlega. Margir prestar eru
taldir áhugalitlir og drykkfelldir. Bókaskortur kemur sjálfsagt hér við
sögu. Bækur voru svo dýrar, að fátæklingar gátu ekki keypt þær.
Handritunum hafði verið sópað úr landi. Þess voru jafnvel dæmi, að
prestar áttu ekki Biblíuna. Árið 1741 gerir danskur prestur að nafni
Ludvig Harboe skrá yfir lestrarkunnáttu manna í Múlaþingi. Þar kemur
m. a. fram, að í Berunes-, Háls- og Papeyjarsókn eru 253 sálir. Af þeim
eru 140 læsar, en aftur á móti 113 ólæsar. Prestur er þá séra Jón
Gissurarson eldri (1730-1757), talinn gáfaður, en duglítill, enda drykk-
felldur og fátækur jafnan.
A Hofí í Alftafirði var þá prestur séra Guðmundur Högnason