Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 93
HALLDOR PJETURSSON
Söguslóðir á Úthéraði
GRIPIÐ NIÐUR í AUSTFIRÐINGASÖGUR
/.
Síðan fornritaútgáfan hóf göngu sína hef eg oft haft ánægju af því að
lesa formálana fyrir sögunum. Við formálana, ýmsar getgátur og
niðurstöður, hafa sögurnar skýrst og orðið meira umhugsunarefni.
Fæstar af þessum gátum verða kannski leystar, en okkur er lífsspurs-
mál að glíma við þær. Og hvers vegna? — Vegna þess að sögurnar eru
það eina sem tilvera okkar sem þjóðar byggist á, vörnin gegn því að
verða gleyptir. Mér hefur oft dottið í hug sjálfstæði okkar þegar eg hef
séð veiðibjölluna gleypa lifandi unga. Engan þarf að undra, enda
nauðsynlegt að menn greini á um sögurannsóknir; hitt kemur mér
spánskara fyrir sjónir, ef rétt reynist að sumir sem skrifa þessa formála
hafi aldrei sögusvæðið augum litið. Þetta er þó stórt atriði, enda margur
steytt á þessu fót við steini. Megi maður í nokkru treysta sjálfum sér, þá
skil eg betur þær sögur þar sem eg þekki til. Við megum aldrei gleyma
náttúrunni, upprunanum. Rangar skýringar annarra leiða oft á villigöt-
ur.
Eg er ekki víða á landinu gagnkunnugur, en í Fljótsdælu og Gunnars
þætti Þiðrandabana skortir mjög á þekkingu formálahöfundar á sögu-
svæðinu. Eg er þarna fæddur og uppalinn og dæmi því ekki eins og
blindur maður um lit og leyfi mér að benda á nokkrar staðleysur.
Fljótsdæla er af gagnrýnendum talin skáldsaga með sögulegu ívafi.
Ekki skal um það deilt, en sannara væri, að hún væri sett saman eftir
happa- og glappastefnu. Það undarlega er að sumsstaðar eru staðfræði-
lýsingar svo hárréttar að engu skeikar, en svo fer allt slíkt úr böndunum
á öðrum stöðum. Eg ólst upp að mestu á Geirastöðum í Hróarstungu og
er vel kunnugur í. Hjaltastaðaþinghá og Borgarfirði. Formálahöfundi
þykir líklegt að nafn Hróars Tungugoða sé tekið upp úr Njálu, en það
sýnist mér alger fjarstæða. Sagan sýnir glögglega tilurð hans, aftur mun
Hróar í Njálu vera á sögulegum vergangi. Hróarstunga er enginn afkimi