Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 95
MÚLAÞING
93
máli aldrei haft um smærri býli. Fornustaðir búa óefað yfir einhverju
ósögðu. Sagan er til í þjóðsögutn, en þær fela stundum í sér einhvern
kjarna. Hér verður saga þessi ekki rakin, en hana er að finna í þjóð-
sögum Sigfúsar Sigfússonar.
Eitthvað hefur skeð, bærinn Hof verið færður þangað setn nú stendur
Kirkjubær. Nafnið hefur orðið bannorð og Fornustaðir komið í stað
þess. Einhvern tíma verður staður þessi grafinn upp, og hver veit hvað
þar kemur fram. Höfðingjarnir bjuggu á bestu jörðunum í sínu um-
dæmi, og undir það fellur Kirkjubær.
Eg hlustaði með ánægju á erindi Hermanns Pálssonar prófessors um
Hrafnkötlu, þótt mér þætti hann gera lítið úr fornminjarannsóknum.
Við erum vaxin upp úr jörðinni, og hún hefur skilað mörgu og mun svo
enn gera. Mér þykir aftur á móti líklegt að við fáum enn úr jörðu margt
sem breytir sögu okkar. Eg veit ekki betur en að lir jörðu hafi verið
grafinn mikill menningararfur fornþjóða, sem þá mynduðu heimsmenn-
ingu. Draumar verða heldur ekki afskrifaðir með háði. Alit mitt á
Hermanni óx samt við þetta erindi, því gagnvart skilningi okkar á
fornbókmenntum varðar miklu að vita hvað þessir fornu höfundar lásu
og tileinkuðu sér í söguritun.
Hvað Utmannasveit hefur náð langt upp, er ekki gott að dæma um.
Mannaforráðum Þiðranda í Njarðvík er þannig lýst í Fljótsdælu:
„Þiðrandi átti mannaforráð um Njarðvík ok upp í herað at Selfljóti.
Selfljót gengr fyrir austan úr heiðinni milli Gilsárteigs ok Ormsstaða, ok
svó fellr þat ofan í Lagarfljót.“ (ísl. fornrit XI, 218.)
Ollu er hér rétt lýst, vantar bara skýringu á því hvar farið er að kalla
Gilsá Selfljót. Trúlegt er samt að það hafi verið á líkum mörkum og
sýslumörkin eru nú. Hitt er svo meinloka að Gilsá hafi fallið í Lagarfljót
milli Gilsárteigs og Ormsstaða. Það er Lagarfljót sem fellur í Selfljót úti
í Hjaltastaðaþinghá á þessum tíma, en að því verður nánar vikið síðar.
IV.
För Þiðranda til Njarðvíkur
I Fljótsdælu segir svo: ,,Á sjaundu viku sumars býr Þiðrandi heiman-
ferð sína. Hann ríðr vit hinn sjaunda mann út með Lagarfljóti ok ofan
eptir Hróarstungu ok þar yfir fljótit, er heitir at Bakkavaði.“ (Isl. fornrit
XI, 260). Þeir gista svo um nóttina á Kóreksstöðum. Bakkavað var þá
á Lagarfljóti skammt fyrir austan nýbýlið Sand úr Hólshjáleigulandi.
Þar heita ennþá Bakkatættur og Bakkatóttavegur. Þarna þekki eg vel