Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 96
94
MULAÞING
til og öllu er rétt lýst, svo að sýnilega hefur hér gagnkunnugur maður
um vélt.
Menn mega leggja höfuð sín í bleyti til að knésetja staðfræði
Fljótsdælu á Héraðssvæðinu. Þiðrandi fer sömu leið og um getur í
Njálu, fyrir neðan Lagarfljót, sem eg kem að síðar. Þaðan fer svo
Þiðrandi frá Kóreksstöðum til Oss og yfir heiði, sem heitir Gönguskarð;
svona getur enginn nema kunnugur skrifað.
Hvaðan höfundi formála hefur komið sú speki að Bakkavað hafi verið
undan Fljótsbakka, veit eg ekki og engan heyrt á því klifa. Höfundur
formála segir líka berlega að Þiðrandi hafi átt heima á Hofi í Fellum, en
heimilda ekki getið, enda ekki til. Þiðrandi var arftaki Hróars sem bjó á
Hofi í Tungu, átti þar heima og hér er um ,,heimanferð“ að ræða eins og
fram kemur í textanum. Hér er því sterkleg ábending um að Hof sé
fornt nafn á Kirkjubæ, og styður þetta atriði einmitt sérstaklega þá
skoðun. Lýsingunni á för Þiðranda verður ekki haggað, og vart annar
en Austfirðingur eða nákunnugur gat lýst landslagi og leið svona vel.
V.
Aftur á móti fara lýsingar Fljótsdælu að mestu úr böndunum þegar
frásögn hefst af Gunnari Þiðrandabana. Sagan af Ashirni vegghamri er
þó með sannindablæ, og til garðs þess er hann átti að hafa hlaðið sér
enn í dag; hann kallast Þorragarður og umkringir stóran hluta af
sléttlendi víkurinnar utan til, tún og engjar. Þiðrandaþúfa og þeirra
félaga hefur einnig orðið lífseig. Þorbjörg móðursystir mín sem dó á
níræðisaldri sagði mér frá þessum þúfum sem alltaf voru látnar
óslegnar.1 För Þorkels Geitissonar sem um getur í Fljótsdælu er
rangtúlkuð og að engu hafandi, þar á meðal sund Gunnars yfir
Njarðvíkina. Landslag er þar mjög brenglað. Það var heldur ekki líkt
Þorkatli að láta aðra ráða hefndarförinni, enda telja betri heimildir að
Helgi Droplaugarson og Sveinungi hafi verið vinir og fylgst að í
málaferlum.
VI.
Hér skal nú vikið að Gunnars þætti Þiðrandabana á þeim slóðum þar
sem eg þekki til eystra. Gunnars þáttur er sýnilega ekki ritaður á
Austurlandi, en þar er undankomu Gunnars lýst á sennilegan hátt. Þar
1 Þúfurnar eru þrjár, friðlýstar og enn óraskaðar í sléttu túni og garðlag umhverfis þær.
Á. H.