Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 98
96
MULAÞING
lagi og skrifað þar um eins og heimamaður. Það er heldur ekki hinn
sterkasti þáttur hinna fornu sagnamanna. Dr. Barði tekur áðurnefnda
setningu upp í riti sínu um höfund Njálu, en getur sýnilega ekki ráðið
hana.
II.
Það var kringum áramótin 1964—1965 að eg var eitthvað að blaða í
Njálu, rak mig að vanda á þessa áðurnefndu setningu og þá skipti það
engum togum að hugdettu um hvað setningin þýddi skaut upp í huga
mínum; var eg þó ekkert að hugsa um slíkt.
Hvaðan hugdettur stafa er enn óráðin gáta, en ekki ólíklegt að þær
stafi frá öðrum stöðum í geimnum, þar sem menn eru lengra á veg
komnir. Skáld, vísindamenn og aðrir stórir hugsuðir hafa verið öldum á
undan sínum tíma, svo speki sína gátu þeir ekki fengið af þessum
hnetti. Þetta mun þó ekki bundið andansmönnum einum. Mikilsverðar
formúlur hafa hvarflað í hug manna sem enga þekkingu höfðu þar á.
Slíkt mundi þá stafa af því að þeir hafi haft sérstaka móttökuhæfileika.
Sjálfur er eg maður ónæmur sem kallað er, hafði þó fyrir löngu lesið í
Nýal dr. Helga Pjeturss, að við ráðningu á gátum alheimsins verði
menn að hafa náttúrufræðina með í spilinu. Mér fór sem öðrum sem
lásu Nýal með hrifningu, að margt sótti á hugann og lestur Nýals varð
útundan. En þetta er nú sem betur fer að snúast við, og menn huga
meira að heimspeki Helga Pjeturss og ráðgátum tilverunnar. Hvort
lestur Nýals frá gömlum tíma hefur gripið þarna inn í, vil eg ekki um
dæma, en svo mikið er víst að eg fór að rifja upp landslag á ystu bæjum í
Tungu og rennsli vatnanna Lagarfljóts og Jökulsár á Brú. Þá kom
Steinboginn, sem breytti stefnu Lagarfljóts, inn í myndina, en að því
kem eg síðar.
Við skulum þá hyrja á Jökulsá. Hún nær ekki fullu frelsi fyrr en fyrir
utan Galtastaði í Uttungu. Þá taka við sléttur hávaðalitlar allt til sjávar.
Þarna lék Jökla lausum hala, rann stundum norður undir fjöllum að
miklu leyti. Það mundi faðir minn, sem átti heima í Hlíðarhreppi. Aðra
stundina hallaði hún sér austur í ótal kvíslum, rann þá yfir Galtastaða-
tanga og myndaði Geirastaðakvísl, hið mesta forað. Einnig flæddi hún
þar yfir bakka, niður Lönguslægju og þaðan í kíl sem rann í Lagarfljót.
Þetta voru þó ekki hennar einustu brek, heldur flæddi hún yfír ytri
bakka Geirastaðakvíslar og rann þar eftir landslagi í ótal kvíslum á
svonefndum Aurum milli Húseyjar og Geirastaða. Strandaði þó við
svonefndan Barm, sem nær frá Jökulsá og þangað sem landinu hallar að