Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 102
100
MÚLAÞING
hinar fornu bækur komi á sögustaðina og litist um, til að reyna að sjá út
hvar söguhöfundur var kunnugastur á sögusvæðinu. Náttúrlega getur
það hent að söguhöfundur hafi haft fyrir sér að einhverju leyti eldri sögu
og taki úr henni kafla, en vart staðbundnar setningar sem hann ekki
skilur. Sjálfur get eg ekki varist þeirri hugsun að Austfirðingur hafi
skrifað Njálu. Hverjum nema gagnkunnugum manni gæti í hug komið
að skella inn svona setningu, ef tilgáta mín er rétt um skýringu hennar?
Er hugsanlegt að svona setning hefði dropið úr penna Rangæings? 011
staðþekking Njáluhöfundar bendir skýrast til Austfjarða þó kunnugur
sé á Suðurlandi og hafi víða komið við.
V.
Við skulum nú í stuttu máli athuga liðsbón Flosa austur þar. Hann gistir
á Bessastöðum, ríður síðan eða gengur út Hérað „fyrir neðan Lagarfljót
ok um heiði til Njarðvíkr“. í fornum sögum er lítt gert að því að lýsa
landslagi nema frásögnin beint krefjist þess. Þetta ferðalag Flosa þarna
er í mínum augum beint broslegt. Höfum í huga að þetta er um hávetur,
öll vötn ísilögð og stálheld.
Margir hafa verið haldnir þeirri blindu að Lagarfljót hafi alla tíð haft
þann farveg sem það nú hefur þótt enn hafi hann breyst frá tíð
Steinbogans, því nú rennur það norður í Jökulsá innan við ósinn. Eg
sneri mér fyrst til þeirra Hólsbræðra, Asgríms og Ragnars Geirmunds-
sona æskuvina minna, sem þekkja hverja þúfu í Hólslandi. Ásgrímur ók
með mig inn á Steinboga sem er afbýli, að vísu úr Víðastaðalandi, en
hefur alllengi legið undir Hól og þar beitarhús lengi. Asgrímur var
mikill náttúruskoðandi og prýðilega athugull. Við litum fyrst á rústirnar
og gengum svo niður að fljóti. Mér varð fljótt litið yfir til Steinboga-
klettsins. Þar veiddi eg stærstu siiungana, en hafði ekkert vit á
Steinboganum sem öldum saman hló að hinum trylltu náttúruöflum
sem á honum buldu. Þegar hann svo að lokum féH, hló hann engu
minna og bjó til felumynd úr tilveru sinni — fyrir neðan Lagarfljót.
Asgrímur rífur mig upp úr þessum hugleiðingum með hrópi: „Hérna er
Fljótskjafturinn.“ Mörgum kjöftum hef eg kynnst en þennan aldrei
heyrt nefndan. Svona gieymast fornyrðin, sennilega er þetta orð frá
þeim tíma er fljótið braut sér þarna farveg eða þegar Steinboginn féll og
þessi kjaftur lokaðist. Hér var ekki um neitt að villast, hinn forni
farvegur liggur ljóst fyrir. Hann liggur fyrst mest í austur, en við
svonefndan Einarsstekk breytir hann stefnu í suðvestur vegna halla á