Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 103
MÚLAÞING 101 landinu. (Áttir þessar eru ekki teknar eftir áttavita.) Farvegurinn er allur grasi gróinn og kallaður Jökullækur. Þetta sannar raunverulega þátt Jöklu í samruna vatnanna. Hún var alltaf kólgufuU af jökuUeðju og hefur það ráðið litnum. Lagarfljót, sem er þó talið jökulvatn, er aðeins skollitt og framburður lítill. Lagarfljót hefur samt ráðið nafninu og talist stærri aðilinn, enda hefur það Lagarfljótsnafnið bæði í Fljótsdælu og Njálu. I þessum Jökullæk var afbragðs engi eins og alls staðar þar sem Jökla vatnaði yfir. Við ,,Fljótskjaftinn“ er nú tekin steypumöl; efnið þekkti eg strax af lyktinni og líka mölina, svo mikið áttum við Jökla saman að sælda. Eftir að Ásgrímur hafði ekið mér heim til sín og eg þegið góðgerðir, fór eg að hitta Ragnar bróður hans sem bjó þar skammt frá á nýbýli byggðu úr landi Hólshjáleigu. Við Ragnar gengum svo inn að Einarsstekk, sem ekki mun vera gamalt nafn, gæti verið kenndur við Einar langafa minn sem bjó á Hóli fyrir um 180 árum. Þarna við JökuUækinn hyggur Ásgrímur að býlið Bakki hafi staðið til forna, býlið sem Bakkavað er kennt við. Einmitt á þessum stað virðist hið mikla vatnsfall hafa runnið í tveim kvíslum, á miUi þeirra er ofurlítiU hávaði. Þarna virðist ekki hafa verið holbekkt, en svo mun víða hafa verið, enda þetta mikla vatnsfall verið óreitt þar sem það féll í einu lagi. Vaðs þessa er getið bæði í Fljótsdælu og Njálu, og þarna blífa ennþá örnefnin Bakkatættur og Bakkatóttavegur. Ekki hefur mér orðið auðið að krækja eða kanna allan þennan farveg, sem hefur lotið haUa landsins á ýmsa vegu, en í Selfljót hefur þessi elfa fallið innan við Klúku sem næst því býli sem Engilækur hét og nú fyrir löngu komið í eyði. Fljótið hefur eftir samruna við Jökulsá verið feikna vatnsfaU og eftir að það féU í Selíljót verið óreitt nema á áðurnefndum stað, Bakkavaði. VI. Liðsbón Flosa Flosi er í þessari liðsbón látinn fara yfir fljótið á Bakkavaði. Þetta er kunnugum kátleg frásögn. Hvað varðar Flosa um fljótið, bráðókunnug- an mann og fljótið á stálís? Ekki neitt. Sjálfgefið er að hann fari beinustu leið um hávetur öðruhvorumegin við það eða eftir því aUa leið að Lagarfossi. Það þarf töluvert hugmyndaflug af ókunnugum manni að fara að krækja út að Steinboga og fyrir neðan það. Leynist hér ekki saga bak við söguna? Að hyggju Barða Guðmunds- sonar er Flosi í þessari liðsbón í gervi Þorvarðar Þórarinssonar. Þarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.