Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 104
102
MÚLAÞING
er um aðra liðsbón að ræða, hefndina eftir Odd Þórarinsson. Sé tilgáta
Barða rétt gætum við kannski kynnst Þorvarði nánar, en sú kynning á
honum virðist af rithöfundum Sturlungaaldar falin, nema falsritið,
ævisaga Þorgils skarða í Sturlungu. Þetta á sammerkt við Snorra
Sturluson sem ekki er kenndur við annað en fégræðgi og hugleysi.
Þessir menn hafa líkt og fleiri stórmenni verið ausnir auri ásamt því að
reyna að þegja þá í hel. Þorvarður gat ekki valið sér líkari persónugerv-
ing en Flosa. Báðir eru höfðingjar, karlmenni og hika ekki við neitt til
að verja rétt sinn og sæmd á þeirra tíma mælikvarða, þó sáttfúsir með
því að minnka sig ekki í neinu. I raun vildu þeir sættir þótt um sárt væri
að binda, en þar kom annað til, sem ekki verður hér rakið. Báðir hverfa
þeir í mistur sögunnar sáttir við alla sína mótstöðumenn.
VII.
I þessari liðsbón Þorvarðar eftir Odd er ekki víst að hann hafi komið frá
Bessastöðum. Þó gat slíkt verið hefði hann komið Smjörvatnsheiði.
Þetta var að sumarlagi og þá getur hann hafa farið út með fljóti og yfir
það hvar sem var á vöðum fyrir utan foss. Hafi hann aftur komið
Hellisheiði ríður hann kvíslar Jöklu, hlemmiskeið yfir Aurana og fyrir
neðan Steinbogann (fljótið) og gleymir ekki hinni gömlu nafngift. Slíkt
þarf þó ekki til. I sögum með skáldlegu ívafi má hnika mörgum hlutum
til. Jafnvel þótt hann hefði farið annars staðar yfir fljótið gátu þetta
verið hugrenningatengsl, hafi hann oftar farið Helfisheiði á yfirreiðum
sínum, sem á ekkert skylt við ísareið Flosa.
Eg hef áður getið þess að eg sjái ekkert því tii fyrirstöðu að Þorvarður
Þórarinsson hafi skrifað Njálu. Hann hefur áreiðanlega gengið í skóla
hjá Brandi Jónssyni föðurbróður sínum sem þá var taiinn lærðasti
maður á Islandi, og ekki er ótrúlegt að hann hafi lumað á heimildum
sem Þorvarður gat hagnýtt sér.
Allt sem við vitum um Þorvarð með sannindum, bendir til gáfna,
stórmennsku og glæsileiks. Sagan gat ekki nagað þetta af honum. Hver
sem les Sturlungu, sér að aðeins þrjú stórmenni komust lífs af úr
orrahríð aldarinnar, en enginn með eins mikinn manndóm og Þorvarð-
ur. Hans mesta skyssa var dráp Þorgils skarða. Ekki vegna þess að þar
væri um mannskaða að ræða, heldur hins, að með því vannst ekkert.
Um sakleysi var ekki að ræða þar sem Þorgils sat yfir sæmd hans og
hafði gert aðför að honum, þótt hún mistækist. Bætur Þorvarðar fyrir
víg þetta benda til að hann hafl iðrast þess, enda ekkert þar tif sparað.