Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 108
106
MULAÞING
Fossgerði: Þar bjó Steindór Árnason. Kona hans, Jónína Jónsdóttir,
var þá nýlátin. Næsta ár fluttust þangað Gunnar Þorsteinsson og Anna
Sigfinnsdóttir. Þar var skóli um skeið þó húsakynni væru þar mjög
þröng.
Finnastaðasel: Þar hjuggu Rafn Guðmundsson og Guðrún Einars-
dóttir. Þar var aldrei skóli. Síðar bjuggu Rafn og Guðrún um áratugi í
Gröf.
Þrándarstaðir: Sigurður Sigbjörnsson og Jóhanna Guðmundsdóttir
bjuggu þar, en þau munu hafa flutt burt af jörðinni árið 1928. Herborg
Jónasdóttir og Þorleifur Þórðarson bjuggu fyrst á Dalhúsum og síðar á
Þrándarstöðum. Þau skutu skjólshúsi yfir farskólann. Meðal barna
Herborgar er Jóhann Valdórsson, er lengi bjó á Þrándarstöðum.
Mýnes: Þar bjuggu Björn Antoníusson og Guðrún Einarsdóttir.
Stundum var skóli í Mýnesi, enda allgóð húsakynni. Björn sat í
sveitarstjórn um skeið og mun þá hafa gegnt oddvitastörfum. Meðal
barna Björns er Einar Orn bóndi í Mýnesi. Kona hans, Laufey
Guðjónsdóttir, var lengi barnakennari í Eiðahreppi eftir minn dag.
Breiðavað: Þar bjó Þórhallur Jónasson með ráðskonu, Ragnhildi
Gísladóttur. Hún var systir Sigurborgar konu Þórhalls, er þá var látin.
Ragnhildur gekk tveim börnum Þórhalls í móður stað er systir hennar
féll frá, einnig yngri systrum sínum tveim. Áttu þær athvarf á Breiða-
vaði í æsku. Á Breiðavaði var löngum skóli, enda ágæt húsakynni þar.
Þórhallur Jónasson sat í sveitarstjórn um áratugi. Hann var mikill
áhugamaður um fræðslumál, og reyndar um margt annað, er varðaði
hag almennings. Guðlaug, dóttir Þórhalls, er húsfrú á Breiðavaði, kona
Jóhanns, er áður var nefndur.
Tókastaðir: Þar bjuggu Benedikt Björnsson og Ragnheiður Jónsdótt-
ir. Aldrei var þar skóli.
Asgeirsstaðir: Þar bjó Eiríkur Guðmundsson með börnum sínum.
Kona hans, Jónína Guðfinna Þorkelsdóttir, var þá látin. Þar var aldrei
skóli. Meðal barna Eiríks og Jónínu er Þorsteinn bóndi á Ásgeirsstöð-
um.
Snjóholt: Þar bjuggu Sölvi Sigfússon og Kristín Snjólfsdóttir. Þar var
aldrei skóli. Þórólfur, sonur Sölva og Kristínar, lifir einn barna þeirra.
Hann bjó þar lengi með Þórunni systur sinni.
Fljótsbakki: Þar bjuggu Guðjón Þórarinn Guðmundsson og Matthea
Einarsdóttir Long. Á Fljótsbakka búa nú þrjú börn Þórarins og
Mattheu, Guðmundur Þorkell, Einar og Sólveig.
Ormsstaðir: Árið 1927 hafði Guðgeir Jóhannsson kennari á Eiðum