Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 110
108
MULAÞING
Jóhanni, Sveini, Gunnari og Ingibjörgu. Á móti þeim bjuggu Magnús
Þórarinsson og Guðbjörg Sigbjörnsdóttir. Hjá þeim var skóli.
Síðar byggðu þau upp eyðibýlið Hamragerði, bjuggu þar um skeið og
skutu skjólshúsi yfir farskólann. Meðal barna Magnúsar og Guðbjargar
er Margrét húsfrú á Brennistöðum, kona Ragnars oddvita.
Hjartarstaðir: Á öðrum hluta jarðarinnar bjó Olöf Guðmundsdóttir
með börnum sínum. Maður hennar, Magnús Sigurðsson, var þá nýlát-
inn. Á heimili Ólafar var oft skóli. Húsakynni á Hjartarstöðum voru í
betra lagi.
Meðal barna Ólafar eru Sigurður bóndi á Hjartarstöðum og Ragnar
Hjörtur oddviti á Brennistöðum.
Ætlunin var að Sigurður færi í framhaldsskóla, en við fráfall föður
bans breyttust aðstæður þannig að hans var þörf til aðstoðar við
heimilisstörfin. Hvarf hann því frá þeirri ætlun.
A Hjartarstöðum bjuggu auk Ölafar Sigbjörn Sigurðsson og Anna
Þórstína Sigurðardóttir. Þau fluttu burt af jörðinni vorið 1928.
Hamragerði: Þar bjuggu Sigurður Magnússon og Ingibjörg Baldvins-
dóttir.
Hleinargarður: Þar bjuggu Guttormur Sigurðsson og Sigurborg Sig-
urðardóttir. Þar var oft skóli, enda húsakynni góð. Um þetta leyti var
Guttormur oddviti Eiðahrepps. Einkasonur Sigurborgar og Guttorms er
Sigurður bóndi í Hleinargarði, kvæntur Guðbjörgu Jóhannesdóttur.
Samkvæmt þessu hafa byggð býli í Eiðahreppi árið 1927 verið 25.
Árið 1930 voru íbúar Eiðahrepps 148 (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 2.
bindi, bls. 224). Sennilega hafa þeir verið eitthvað íleiri árið 1927.
Sóknarkirkja Eiðaþinghár er að Eiðum ,,byggð 1886 252m3, timbur-
bygging upphaflega á hlöðnum grunni úr hleðslugrjóti og timburskífum
á þaki. Gagngerðar endurbætur hafa farið fram á kirkjunni nú síðustu
árin, grunnur steyptur, skipt um þakjárn og glugga, einangruð, rafhituð
o. fl. Kirkjugarðurinn umhveríis kirkjuna var sléttaður og snyrtur ’73.“
(Sama heimild, bls. 252.)
Séra Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ þjónaði söfnuðinum 1920-1956. Því
miður kynntist ég honum lítið. En mér virtist hann mikils metinn af
sóknarbörnum sínum. Kona hans var Anna Sveinsdóttir. Nú situr
sóknarpresturinn að Eiðum, sr. Einar Þór Þorsteinsson. —