Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 112
110
MULAÞING
einhverntíma fyrir hádegið til viðtals og kynningar. Nýr verkahringur
og óþekktur, reyndar okkur öllum. Við settumst við sama borð, ég fyrir
öðrum enda þess. Er ég leit í fyrsta sinn yfir hinn fríða hóp í
baðstofuhúsinu á Eyvindará, var ég sannast sagt ráðvilltur, reyndi þó
að dylja það fyrir væntanlegum nemendum og mun það hafa heppnast.
Mér flaug í hug, að ég hefði betur aldrei ráðist í þetta fyrirtæki.
,,011 hyrjun er örðug.“ Þessi talsháttur er forn og gildir enn.
Ekkert bar útaf á þessari stundu. Börnin sátu hljóð og prúð, hlustuðu
á kennarann.
En hvernig var þeim innanbrjósts? Ég var enginn maður til að ráða þá
gátu. En eitt er víst: Það höfðu orðið kennaraskipti.
Veturinn áður hafði Stefán Sigurðsson frá Ketilsstöðum leiðbeint
þeim. Eg þóttist vita að þeim væri vel til hans. Ekki var víst að þau væru
ánægð með skiptin.
Ég þurfti ekki að kynna mig. Nemendur vissu allir nafn mitt og
hvaðan ég var.
Þeir byrjuðu á því að fræða kennarann, nefndu nöfn sín, foreldra
sinna og heimili.
Eg hef víst látið börnin lesa í fyrstu kennslustundinni. Mér er reyndar
úr minni liðið hve leikin þau voru í þeirri list. En könnun mun hafa gefið
góðar vonir.
Að lokinni fyrstu kennslustund þustu allir út á víðan völl til leiks í
veðurblíðunni. Það var þarft fyrirtæki. Spretthlaup var þreytt og
hafnarleikur, ef til vill fleiri listir. Kennarinn fylgdist með, auk ein-
hverra heimamanna. Mér virtist þeir með því láta í ljós að við værum
velkomin. I næstu kennslustund var öllu léttara yfir hópnum. Bilið milli
kennara og barna hafði þegar minnkað.
Oft var sprett úr spori á túninu að Eyvindará þennan mánuð. í lokin
bar það þess vott að við höfðum engar jarðabætur gert þar. En aldrei
höfðu húsráðendur orð á því.
I byrjun kennslu varð ég öðrum þræði að notast við happa- og glappa-
aðferðina. Eg reyndi að þreifa mig áfram, leita að leiðum, sem vænleg-
astar virtust til árangurs.
Happa- og glappaaðferðin er stundum keypt nokkuð dýru verði, en af
henni má mikið læra í mörgum tilfellum. Hún gafst mér vel, betur en
vonir stóðu til.
Hinu er ekki að leyna að hún getur komið illa og ómaklega við
nemendur. Ég vík lítillega að því síðar.
Eg eignaðist fljótlega hauka í horni. Þeir ,,haukar“ voru nemendurnir