Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 114
112
MÚLAÞING
Kennd var skrift, reikningur, lestur, réttritun, saga, landafræði,
náttúrufræði og kristinfræði. Hverju barni voru ætlaðar 8-12 námsvikur
eftir aldri. Byrjað var að kenna kl. 9,15, hætt kl. 3. Frímínútur voru 15,
hádegishlé rúm klukkustund.
Kennarinn hafði yfirleitt alltaf eftirlit með nemendum þegar hlé varð
á kennslu. — Þeir sýndu mikla skyldurækni við nám sitt. Tel ég að
góður árangur hafi náðst í kennslu og námi þennan vetur, miðað við
aðstæður. — Enginn reikningur var gerður fyrir gæslu á leikvelli.
Þó fór mig að gruna, eftir því sem lengra leið á veturinn, að einhver
ljón kynnu að verða á veginum, áður en vertíð lyki. Undir lokin var það
auðséð. Það var víst í líkingu við prófskrekk.
Eg sá betur og betur, meðal annars, að ég var enginn snillingur að
semja verkefni til vorprófs. Það kom á daginn. Þetta er meiri vandi en
margur hyggur.
Verkefnið má hvorki vera of létt né of þungt — og mistekst mörgum
að rata meðalveginn. Einkum á þetta við um byrjendur. Almenningur
mun varla gera sér ljóst hve algengt þetta er. En heppnin var mér
hliðholl í þetta skipti. Eg fékk að vísu smá skell, en ekki svo mikinn að
verulegt tjón hlytist af. Góðan gest bar að garði áður en vorpróf hófst,
Kristin Arngrímsson kennara frá Fossvöllum. Hann hafði nokkra
starfsreynslu. Var hann þetta vor skipaður prófdómari í Eiðahreppi. Eg
bað hann að lesa með mér verkefnin og gefa mér góð ráð.
Hann varð fúslega við tilmælum mínum og gaf hann mér bendingar,
sem komu að góðum notum.
Annars var Björn Sveinsson frá Eyvindará prófdómari í sveit sinni
flest árin, sem hér um ræðir.
Við þetta vorpróf taldi ég skólabörnin ná betri árangri en ég gerði mér
vonir um, með einni undantekningu. Niðurstaðan á reikningi var miður
góð, svo ekki sé meira sagt. Mér er enn í minni hve vonbrigði mín urðu
mikil. Þetta var mín sök en ekki nemendanna. Þeir höfðu lagt sig alla
fram við námið um veturinn. En kennarinn kunni ekki til verksins.
Happa- og glappaaðferðin hentaði ekki í þetta sinn, þó hún kæmi
stundum að notum. Mig grunaði þetta síðari hiuta vetrar, en of seint,
svo úr yrði bætt.
Mér féll þetta mjög miður, barnanna vegna. Og ég hét því þá að slíkt
skyldi ekki koma fyrir aftur, héldi ég áfram kennslu.
Mér hafði orðið það á að fara of hratt yfír námsefnið, einkum
reikninginn, ég hafði ekki endurtekið flóknar aðferðir nógu oft, það
verður að gera ef viðunandi árangur á að nást. Flaustursleg kennsla í