Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 117
MÚLAÞING
115
þeirra flokk við kosningar. En þeir létu mig í engu gjalda afstöðu
minnar, því síður að þeir reyndu að hafa áhrif á hugarfar mitt. Mér
virðist þeir hafa verið menn að meiri vegna þess.
Sigurbjörn Snjólfsson í Gilsárteigi var trúnaðarmaður Framsóknar-
flokksins í Eiðahreppi. Hann reyndist mér með tryggustu vinum, sem
ég hef kynnst, allt til hans æviloka, um hálfrar aldar skeið. — Nú eru
flestir sem búandi voru í Eiðahreppi árið 1927 komnir undir græna
torfu, eða brottfluttir. „Mínir vinir fara fjöld.“
Eg minnist þeirra allra með virðingu og þökk.
Nokkrir niðjar þessa fólks eru búendur í sveitinni í dag, sbr. 1. kafla
þessa ágrips.
Það var regla að ætíð var efnt til mannfagnaðar að Eiðum 1. des. ár
hvert til að minnast fullveldis Islands, er fékkst viðurkennt þann dag
1918.
Dreif þá að fjöldi fólks úr öllum sveitum Fljótsdalshéraðs og jafnvel
enn lengra að.
Skólastjóri Eiðaskóla flutti jafnan aðalræðuna, en kennarar og nem-
endur sáu um önnur skemmtiatriði og aðrir áhugamenn. Þetta tókst að
jafnaði með ágætum. Lagði þó vínguðinn ekki til skemmtikrafta. Ég
minnist þess ekki að gestir væru undir áhrifum á samkomum þessum.
Minnsta kosti fór ekki orð af því.
Mér er minnisstætt, að eitt sinn dundi yfir úrhellisrigning nóttina er
menn voru að skemmta sér í tilefni fullveldishátíðar. Er búist var til
heimferðar, síðari hluta nætur, reyndist Eiðalækur með öUu ófær,
vegna þess hve mikið vatn var í honum. Gestir allir urðu að sitja um
kyrrt á Eiðum langt fram eftir degi 2. desember. Síðdegis fór vatn
eitthvað að sjatna í læknum og héldu gestir þá heimleiðis. Hannes
Hafstein komst þannig að orði í ljóði um Valagilsá:
„Ain, sem stundum er ekki í hné,
er orðin að skaðræðisfljóti“.
Svipað mátti segja um Eiðalæk að þessu sinni. Að jafnaði er hann svo
vatnslítill að næstum má stikla yfir hann á staksteinum þurrum fótum
íin þess að hafa verjur. Þá vantaði brú á Eiðalæk, og sitthvað fleira í
fátækri og fámennri sveit, sem nútímamönnum þykir sjálfsagt að njóta.
Vegakerfið var vægast sagt, mjög bágborið. Einhver ruðningur mun
hafa verið frá Egilsstöðum út að Eiðum, lítið upphlaðinn eða ekkert,
timum saman illfær með hestvagna eða bíla þegar votviðri voru eða
fannfergi. í þurrviðrum á sumrin var þetta annars slarkfært. Sannast að