Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 119
MÚLAÞING
117
Nemendur Eiðaskóla kynntu sig vel í nágrenni staðarins. Sumir
þeirra eignuðust vini og kunningja hér og þar og stuðlaði það einnig að
því að styrkja tengsl Eiðamanna við nágrennið.
En verksvið Eiðaskóla var víðfeðmara. Það náði yfir Fljótsdalshérað
allt — og lengra þó.
Hér verður ekki farið fleiri orðum um þetta, enda tilheyrir það ekki
þessum þætti.
Vegna starfs míns taldi ég mig eiga erindi á hvert heimili í Eiða-
hreppi, fyrst og fremst þangað sem börn voru á skólaaldri. Hin var
ástæðulaust að sniðganga, enda var það ekki gert. Gjarnan gekk ég
stundum í peningshús með bændum. En það var tómstundagaman.
Ég fór um þvera sveit og endilanga, frá fljóti til fjalls, frá Dalhúsum
út í Hamragerði og Hleinargarð. Ferðir þessar urðu margar áður en
lauk.
Eg veit ekki betur en þessi förumennska mín hafí verið vel séð.
Undantekningarlaust voru viðtökurnar alúðlegar. Ég tel að ferðirnar
hafl verið betur farnar en ófarnar. Tilgangur þeirra var sá að treysta
tengsl kennara og heimila. Ég fullyrði að hann hafi náðst að verulegu
leyti. Arangurinn varð betri af námi og kennslu, auk ánægjunnar af
kynnum við eldra fólkið. En nánust urðu þó kynni kennara og húsráð-
enda þar sem ég var reyndar heimilismaður á skólastöðum lengri eða
skemmri tíma. Þá minnist ég meðal annars:
Rósemi Sigurðar á Miðhúsum, fjölhyggju Björns á Eyvindará, snyrti-
mennsku Jóhanns á Finnsstöðum, glaðværðar Gunnars í Fossgerði,
rökvísi Björns í Mýnesi, víðsýni Þórhalls á Breiðavaði, hugkvæmni
Þórhalls á Ormsstöðum, félagshyggju Sigurbjörns í Gilsárteigi, gaman-
semi Sigurðar á Hjartarstöðum, iðjusemi Guttorms í Hleinargarði,
hreinskilni Magnúsar á Brennistöðum, gæflyndi Þorleifs á Þrándarstöð-
um, gestaþjónustu Guðnýjar á Miðhúsum, hjálpsemi Guðnýjar á
Eyvindará, fróðleikslöngunar Onnu í Fossgerði, hússtjórnar Herborgar
á Þrándarstöðum, gagnrýni Guðrúnar í Mýnesi, barnelsku Ragnhildar á
Breiðavaði, hógværðar Sigrúnar á Ormsstöðum, æðruleysis Gunnþóru í
Gilsárteigi, glaðlyndis Olafar á Hjartarstöðum, myndvirkni Guðbjargar
á Brennistöðum, skörungsskapar Sigurborgar í Hleinargarði. — Smá-
vegis árekstrar áttu sér stöku sinnum stað milli kennara og foreldra, en
þeir drógu ekki dilk á eftir sér. Frá þeim verður ekki greint frekar, enda
eru aðilar látnir, og yrði ég þá einn til frásagnar um aðdraganda og
atvik. Vafalaust hef ég átt minn þátt í því að til sundurþykkju dró. —
Þetta átti ekki djúpar rætur né hafði varanleg áhrif á samskiptin. Til