Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 124
122
MÚLAÞING
A gripinn eru greyptar þessar ljóðlínur:
„HeiH hugur og traustur.
Heill fylgi þér austur.
Heill helgi þér vegi.
Heill þínum degi.“
Eg hef ekki leyfi til að birta nafn höfundar. Eiðamenn áttu þarna hlut
að sem fyrr. Þó hafði ég aldrei innt af höndum við þá neina þjónustu.
Mér virðist að þeir hafi með þessu lýst velþóknun á gerðum sveitunga
sinna.
Ég hef stikað hér á stóru. Gjarnan hefði ég viljað forða ýmsu fleiru frá
gleymsku, en læt nú brátt staðar numið. Ekki er allt unnið með því að
troða of miklu í orðabelginn.
Eg hef einkum lagt áherslu á eftirfarandi: Að þakka allt, sem vel var
gert í minn garð. Að vera ekki of langorður. Að greina frá því sem mér
þótti markverðast. Að láta þá njóta sannmælis, er við sögu koma. Því
miður er engu gerð þau skil sem vert væri og ég hefði óskað.
Ég vona að atvinnulíf blómgist í Eiðahreppi hér eftir sem hingað til,
og íbúum sveitarinnar óska ég velfarnaðar í bráð og lengd. Ég sendi
þeim öllum kveðju og þökk, ennfremur öðrum í Múlasýslum báðum. er
ég kynntist á tímabilinu 1927-1939. —
Vorið 1939 sagði ég lausu kennarastarfi mínu í Eiðahreppi. Ekki var
þó við mér stjakað af heimamönnum, síður en svo. Ég kvaddi sveitina
með söknuði, íbúa hennar alla — og einkum börnin. Ég held að svipuð
tilfinning hafi bærst í brjóstum þeirra er leiðir skildu.
Ármann Halldórsson tók sæti mitt um haustið. Hann þarf ekki að
kynna lesendum ,,Múlaþings“. Þegar hér var komið sögu var hjól
tímans farið að snúast mér í óhag og öðrum kennurum, sem ekki höfðu
próf. Þá sem mestu réðu í kennarastéttinni tók ,,að dreyma stóra
drauma og hættulega“ um sinn hag, ef annars eða þriðja flokks menn
fengju að leika lausum hala (próflausir kennarar). Auðséð var að hinir
sterku mundu á næstunni herða róðurinn og ýta þeim til hliðar hvenær
sem færi gæfist. Þetta var aðeins byrjunin og kom betur í ljós síðar.
Þá var um tvennt að velja: annaðhvort að hætta kennslu eða afla sér
réttinda. Eg valdi síðari kostinn.
Ymsir hvöttu mig til að sækja um inngöngu í Kennaraskólann.
Aðalhvatamenn voru Ásmundur Guðmundsson, síðar biskup, og faðir
minn.
Éreysteinn Gunnarsson, skólastjóri, tók máli mínu ljúfmannlega og