Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 134
132
MULAÞING
kröfðust mannfórna við og við og minnst af þeim þekkt fyrr en kemur
fram á 19. öld. Það voru umferðarslys fyrri alda.
Það virðist ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar, að Héraðsmenn fari
að hugleiða að brjótast út úr herkvínni, og kemur þá fyrst til hugar að
leysa samgönguvandann út á við á allt annan hátt en síðar varð raun á.
1 héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum er pappírsörk, þangað komin frá
Helga Gíslasyni á Helgafelli í Fellum. Þessi örk er frá árinu 1883 og á
hana ritað ávarp; höfundur þess Þorvarður Kjerúlf læknir á Ormars-
stöðum. Forsaga þessa ávarps er þeim sem þetta tekur saman ókunn að
öðru leyti en því sem ávarpið ber með sér. Hér er á ferðinni hugmynd
um lausn á samgönguvanda Héraðsmanna, og er ávarpið á þessa leið:
Frá því í fornöld höfum vér Héraðsbúar orðið að búa við þær búsifjar að
sækja kaupstað yfir fjöll og firnindi. Getur hver maður leitt getur að því,
hver hnekkir það hafi verið búskap manna, og þarf því eigi að fara
orðum um það, enda væri það eigi til annars en vekja gremju manna yfir
fornum og nýjum vesaldóm vorum og sorg yfir löngu dáinni dáð. A
þroska- og frelsisöld landsmanna meðan hugur, þor og þróttur fylgdu
framkvæmdunum, var skipum lagt í ósana við Héraðsflóa, svo sem
Unaós (Selíljótsós), en það hvarf sem annað, er vér misstum sjálfsfor-
ræði vort og öll mannslund var myrt af útlendu kúgunar- og stjórnvaldi.
Nú síðustu árin hafa þó margir hreyft því að fært mundi um Fagarfljóts-
ós á haffærum skipum, og var því í vor send bæn til Alþingis um að
löggilda þar kauptún, og fékk það framgang, svo nú er eigi annað eftir
en staðfesting konungs, sem efalaust fæst. Þær ástæður, er færðar voru
fyrir því að gjörandi væri að setja kauptún upp frá ósnum, voru þessar
helstar: Osinn nægilega djúpur fyrir öll meðalkaupskip 11-12 fet um
háflæði, og þá straumlaus, og þó menn þyrðu eigi í fyrstu að leggja
skipunum í ósinn, þá gætu þau legið á hinni ágætu en ónotuðu
Múlahöfn (hún er mjög svipuð Djúpavogi) við vestanverðan Héraðsflóa,
en þaðan mætti flytja vörurnar á skip og af á stórum flutningabátum
með gufubát fyrir.
Þetta mun nú mörgum þykja, ef eigi óráð, þá samt stórræði, en mikið
má ef vill, og eigi mundi öðrum þjóðum vaxa slíkt í augu, en kalla
lítilræði eitt, þótt eigi væri efni til meiri en hér gjörist á Héraði. Segi eg
þetta eigi til þess að kasta steinum á menn, heldur á ófrelsisstjórn þá,
er landsmenn hafa átt við að etja um margar mæðusamar aldir, og sem
jafnast fiefir drepið niður öllum viðreisnartilraunum vorum, sérstaklega