Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 137
MÚLAÞING
135
fram. Alþingi hefur fyrir sitt leyti samþykkt löggildingu hafnar við ósinn
þetta sama ár, 1883. Þingmenn Múlasýslna voru þetta ár, fyrir Norður-
Múlasýslu Þorvarður Kjerúlf læknir á Ormarsstöðum og höfundur
ávarpsins og Benedikt Sveinsson sýslumaður í Þingeyjarsýslu, en fyrir
Suður-Múlasýslu Tryggvi Gunnarsson, hinn umsvifamikli athafnamað-
ur og stofnandi Gránufélagsins, og Jón Olafsson, allir þjóðkunnir menn
og vaskir.
Avarpið er samið vegna áætlunar um flutninga ofan við foss og er því
eðlilegt að ekki komi fram í því þær ráðagerðir sem uppi voru um
flutninga utan við fossinn, en í öðrum heimildum kemur sá þáttur í ljós
og verður síðar vikið að honum. Aftur á móti er í ávarpinu lögð áhersla á
brýningu til framkvæmda í hinu steinrunna bændasamfélagi á Héraði
með skírskotun til fornra fyrirmynda og ungra hugsjóna Jóns Sigurðs-
sonar. Undir ávarpið rita sex menn í Fljótsdal, vafalaust flestir í kjarna
þeirra samtaka sem beittust fyrir þessu máli. Líklegt er að til hafi verið
lengri listi þar úr sveit, einnig úr Fellum og Skógum. A. m. k. má ætla
að nafn Þorvarðar Kjerúlfs hafi ekki vantað.
1 Austurlandi (III. bindi) er hin slitrótta og endasleppa saga siglinga á
Lagarfljótsós rakin í stórum dráttum af Halldóri Stefánssyni. Annáll
þeirrar viðleitni er á þessa leið:
1. Umræður á Fljótsdalshéraði hefjast 1880.
2. Þingmenn Norðmýlinga, Þorvarður Kjerúlf og Benedikt Sveinsson,
fá því til leiðar komið á Alþingi að danskur1 verkfræðingur, Hov-
denak, kannar ósinn árið 1882.
3. Sömu þingmenn fá ósinn viðurkenndan sem verslunarhöfn á
Alþingi 1883 (og þá um haustið semur Þ. K. ávarpið).
4. Þorvarður Kjerúlf heldur almennan fund um málið heima hjá sér að
Ormarsstöðum 1884, boðar hann með auglýsingu í Austra 1. maí.
5. A þessum fundi er Tryggvi Gunnarsson beðinn að vinna að málinu
fyrir hönd Gránufélagsins. Hann tekur því vel, kemur og athugar
ósinn sjálfur og virðist hann skipgengur. Hann leigir einnig Múla-
höfn í þeim tilgangi sem lýst er í ávarpi Þorvarðar Kjerúlfs, en með
því fráviki þó, að hann hyggst hafa þar uppskipunarhöfn þegar
ósinn er ófær sökum brims. (Hugsar sér vafalaust að flytja vörurnar
þaðan í verslunina við ósinn þegar lægir, því að ófært er að sækja
vörur í Múlahöfn á landi.) Ur framkvæmdum af hendi Tryggva varð
Aðrir segja norskur.