Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 138
136
MÚLAÞING
ekkert og ókunnugt um ástæður þess. Líklegt má telja að honum
hafi, þegar allt kom til alls, ekki litist á aðstæður, ósinn í sandinum,
brimgarðinn tíðum við sandinn, lítið svigrúm á fljótinu, dýra
umskipun í Múlahöfn og flutninga þaðan í ósinn um 12-13 km leið
yfir rúmsjó, en Halldór Stefánsson giskar á að hnignun Gránufé-
lagsins um þetta leyti hafi valdið uppgjöf Tryggva.
6. Næst kemur Ottó Wathne við sögu. Hann skoðar ósinn árið 1888 og
líst hann fær. Hann býðst til þess að reisa þar verslunarhús 1889 og
ráðgerir flutninga inn fljót að fossi; síðan verði vörur fluttar á landi
upp fyrir fossinn og þaðan vatnaleið inn fljót. Ekki kom þó til
neinna framkvæmda 1889.
7. Fljótsdælingar heita fjárframlagi (2 þús. kr.) til bátsferða um efri
hluta fljótsins og skora á aðra Héraðsmenn að fjárstyrkja flutninga
á ósinn.
8. Wathne gerir fyrstu siglingartilraun 6. júní 1890, lætur gufuskip
draga 73 tonna seglskútu hlaðna vörum norður á flóa og reynir að
draga hana inn í ósinn á atkeri. En drátturinn reyndist tauginni
ofviða, svo að hún slitnaði, en skútuna rak á grunn og varð ekki
bjargað. Vörurnar náðust á land Húseyjar megin.
9. Þingmönnum Norðmýlinga, Þorvarði Kjerúlf og Jóni Jónssyni á
Sleðbrjót, tekst að kría út úr Alþingi 1891 sex þúsund krónur til
strandferða við Austurland og að fá Lagarfljótsós tekinn í tölu
viðkomustaða strandferðaskipa. Einnig heita sýslufundir Múla-
sýslna 500 króna styrk, ef strandferðirnar verði á vegum sveitarfé-
laganna og í framhaldi af því samþykkir Pöntunarfélag Fljótsdals-
héraðs að athuga möguleika á að kaupa skip til flutninga á ósinn.
10. Reipdráttur um verslunina við Fljótsdalshérað milli pöntunarfé-
lagsins, sem var samtök bænda á Héraði, og Ottós Wathne kemur
upp þetta ár (1891) með skilyrði sýslufundanna. Héraðsbændur
með Þorvarð Kjerúlf, Jón á Sleðbrjót og séra Einar Jónsson á
Kirkjubæ í forsvari gera lítið úr tilraun Wathne árið áður, en
Wathne þykir óhyggilegt að strandferðir og þar með siglingar á
Lagarfljótsós séu í höndum sveitarfélaga.
11. Ekkert verður úr landssjóðsstyrk 1893 og ekki heldur frá Múla-
sýslum. Wathne gerir aðra tilraun með siglingu á ósinn, í þetta sinn
með hjólaskipi, en mistekst og skipinu er siglt til Seyðisfjarðar með
vörurnar aftur.
12. Þorvarður læknir andast 26. júní árið 1893 og Wathne fær fjárstyrk
til þriðju tilraunarinnar. Hann hyggst sigla inn fljót að Steinboga,