Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Side 139
MÚLAÞING
137
sem er klettahlein þvert um farveg þess skammt innan við Hól í
Hjaltastaðaþinghá, eða jafnvel gera skipgengt inn að fossi (sjálfsagt
með því að sprengja skarð í Steinbogann).
13. Þessi tilraun tekst 1894 að því marki að gufubátur dregur hlaðinn
30 lesta vörupramma inn á móts við Húseyjarbæ, og eru nú farnar
níu ferðir alls þetta sumar. Gekk þó erfiðlega að koma prammanum
alla þessa leið gegn straumi, en verslun var sett um stundarsakir
undir beru lofti við fljótið og í Húseyjarbæ. Þrátt fyrir örðugleika
fylltust menn nú bjartsýni um verslun á Héraði.
14. Arið eftir (1895) fer Ottó Watbne með léttari pramma í togi og
hugðu menn gott til. En þá reyndist ósinn ófær „sökum brims og
grynninga". Vörunum var skipað upp á Keri utan við Ketilsstaði í
Hlíð, en sumu á Borgarfirði, og Wathne gafst upp við siglingar á
ósinn og flutninga inn fljót.
15. Thor E. Tulinius kaupmaður á Eskifirði tekur nú við árið 1896 og
hefur Lagarfljótsós á skipaáætlun þetta ár og næstu, en engin
veruleg not urðu af vegna breytinga við ósinn og ókyrrleika sjávar
við ströndina.
16. Ríkið tekur við strandferðum eftir Thorefélag Tuliniusar. Þá er
ósinn ekki lengur skráður sem áætlunarhöfn og það látið óátalið af
Héraðsmönnum.
17. Eftir 1897 er lítið um að siglt sé á ósinn. Þó sendu borgfirskir
kaupmenn, Bjarni Þorsteinsson og Þorsteinn Jónsson, þangað
róðrarbáta með vörur nokkrum sinnum.
18. Tilraunum lýkur 1899 er fjórir menn drukkna við ósinn, tveir
bændur úr Borgarfirði, Árni Sigurðsson í Bakkakoti og Jón Björns-
son á Jökulsá, en hinir sunnlenskir sjómenn, Jón Jónsson og Bjarni
Jónsson.
Þessar tölusettu klausur eru upp teknar eftir grein Halldórs Stefáns-
sonar í þriðja bindi ritsafnsins Austurland. Nítján ára þrátefli við
Lagarfljótsós lauk með mannfórnum við aldaskil, en nýr siglingakafli
hefst á þau stopulu og viðsjálu afdrep við Héraðsflóa, sem ofmæli væri
að kalla hafnir. Borgfirðingar og Seyðfirðingar flytja vörur á Oshöfn við
Krosshöfða og stöku sinnum á Ker áðurnefnt á mörkum Héraðssanda
við Hlíðarfjöll. Þar er nú sandfullt á báðum stöðunum af framburði
Jöklu sem sífellt færir sandinn út. Þó er enn fært í Stapavík, dálítinn
vog utan við Krosshöfða.
Með þeim atburðum sem nú hefur verið frá sagt, lýkur tilraunum til