Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 140
138
MULAÞING
að nota Lagarfljót endilangt sem samgönguleið, utan frá sjó og inn í
Fljótsdal að undanskildum spöl við fossinn. Þá um leið slitnar þessi
siglingaviðleitni í tvo þætti. Annar gerist við Krosshöfða með vöruflutn-
ingum þangað og þaðan á sjó, en hinn á Lagarfljóti milli Egilsstaða og
Fljótsdals. Verður síðar að honum vikið, en áður drepið niður við árið
1891 meðan hafnarmálið við Lagarfljótsós var enn á dagskrá.
Hinn 26. janúar árið 1891 halda Fljótsdalsbændur fjölmennan fund á
Valþjófsstað. Fundargerð sem Sæbjörn Egilsson á Hrafnkelsstöðum
ritaði er varðveitt í Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum, þangað komin
með ávarpi Þorvarðar Kjerúlfs sem birt er hér að framan.
I þessari fundargerð kemur fram, að hlutafélagsstofnun sú sem fyrir
Þorvarði vakti hefur ekki borið árangur. Skal nú hefjast handa á nýjan
leik, efna til fjársöfnunar í hlutafélag er stofni til kaupa á gufubát ,,til að
ganga eftir Lagarfljóti frá Egilsstöðum upp í Lagarfljótsbotn eða jafnvel
út að Lagarfljótsfossi“. Hlutafélagsformið á fyrirtækinu er samþykkt
með öllum atkvæðum og síðan safnað á fundinum loforðum um 1750
krónur. I fundarlok var kosin nefnd til meiri söfnunar, ,,að útvega fleiri
hluti ef unnt er, og er svo til ætlast að hlutirnir verði fullborgaðir á
hausti 1892 og verði gufu- og flutningsbátur settur á Lagarfljót sumarið
1892, sem þá taki til starfa. Nefndarmönnum var einnig falið á hendur
að leita samkomulags við menn í Fella- og Vallahreppi til að styrkja og
taka hluti í félaginu og í öllu að annast þarfir og áframhald þess.“
Þá er kosin framkvæmdanefnd og skipuð eftirtöldum mönnum: Séra
Sigurði Gunnarssyni á Valþjófsstað, Sæbirni Egilssyni á Hrafnkels-
stöðum, Halldóri Benediktssyni á Skriðuklaustri, Jónasi Jónssyni á
Bessastöðum og Sölva Vigfússyni á Arnheiðarstöðum.
I framhaldi þessa fundar er síðan samantekið dreifibréf til að afla
fjár. Þar kemur fram að þegar hafa safnast í tilvonandi hlutafélag 200
krónur til viðbótar því er á fundinum safnaðist og komin loforð fyrir
1950 krónum alls. I bréfinu er viðtakendum þess uppálagt að halda
fundi í sveitum Héraðs og safna hlutafjárloforðum svo sem gert var í
Fljótsdal.
Bréfið er bersýnilega uppkast í þeirri gerð sem varðveitt er í
Héraðsskjalasafninu, óundirskrifað og ekki dagsett. Þar er svo ráð fyrir
gert, að keyptur verði gufubátur til dráttar og flutningsferja er gangi
fyrst um sinn (auðkennt í bréfinu) milli Egilsstaða á Völlum og
Lagarfljótsbotns og hafi viðkomustaði eftir þörfum báðum megin fljóts
á þessari leið.
Hér er sama hugmynd á ferðinni og 1883, en að því undanskildu að