Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 143
MÚLAÞING
141
vekti tilraun með aðra leið í þessu efni. Sú leið væri að gjöra
Lagarfljótsós að höfn fyrir Héraðið, og að í samningum stæði nú við
Ottó Wathne á Seyðisfirði um tilraunir með uppsiglingu á ósinn. Ekki
leizt mér á ósinn, þar sem straumur verkaði á ægissand á aðra hlið, en
úthafsbrim á hina, ósinn afdrepslaus fyrir opnu Ishafinu og brimi
haföldunnar. Það væri stórþjóðafyrirtæki, en ekki íslenzkt að gjöra höfn
á slíkum stað. Auk þess hafði eg heyrt talað um svonefndan Steinboga
þvert yfir íljótið, háan foss í því, strauma, Einhleyping o. fl. torfærur, er
gerðu fljótið óbát- eða skipgengt með öllu, þótt höfn væri til. Það sá eg á
brún sr. Sigurðar, að því ver líkaði honum raus mitt, sem eg taldi fleira
ósnum til foráttu. Loks var svarið: ,,Ætlið þér yður nú, bráðókunnugur,
að hafa betur vit á þessu en við, innfæddir og upp aldir hér?“ Þetta var
góðlega sagt og með hálfgerðri kímni, svo að ekki var ástæða til að
fyrtast. Féll svo það tal niður, en eg hugsaði mér að láta ekki oftar reka
mig á stampinn fyrir ókunnugleika.“
Leið nú veturinn af og sumarið, sem séra Magnús flyst í Vallanes.
Veturinn eftir (1892-1893) minnist hann fyrrnefndra orða Valþjófs-
staðaprests um ókunnugleika, ákveður að bæta úr og fer á útmánuð-
um ásamt séra Einari á Kirkjubæ og séra Magnúsi Bjarnarsyni á
Hjaltastað út að Lagarfljótsósi í besta veðri. „Athuguðum við mjög
nákvæmlega útrennsli Lagarfljóts í Héraðsflóa,“ segir hann, og litlu
síðar skráir hann niðurstöðu sína um höfn við ósinn:
„Þegar eg sá allt umhorf kringum ósinn, staðfesti það fyrra álit mitt
og sýndi, að eg hafði ekkert ofmælt við sr. Sigurð. Báðir prestarnir, sem
með mér voru, litu nákvæmlega eins á málið og eg, og sýndi sr. Einar
okkur, hvar fljótið hafði fallið út fyrir tveimur árum. Þá hafði stórbrim
hlaðið fyrir það þar. Hefði það þá sveigt vestur á við um c. 30 faðma,
nær hornrétt á fyrri stefnu sína, eins og það rynni nú, og brotið sér svo
nýjan farveg gegnum sand- og brimkambinn, þar sem það fann hann
lægstan. Og enginn okkar treysti sér til að gizka á það, hvert það mundi
hrekjast næst, til vesturs eða austurs, þegar brimið lokaði því útfalli, er
það nú hafði. A heimleið úr Sandaferðinni reið eg ýmist fram með
fljótinu eða það sjálft, eins og fyrr getur. Var eg nú orðinn því miklu
kunnugri en heimaalningarnir og þurfti ekki að fræðast af þeim um
væntanlega Lagarfljótshöfn."
Þessi ummæli sýna raunar að hugmyndir Upphéraðsmanna og fleiri
um höfn við ósinn voru ekki grundvallaðar sem skyldi. Það mætti láta
sér detta í hug að þeir hafi ekki haft samband við Úthéraðsmennina í
grennd við ósinn, en svo var þó ekki samkvæmt því sem fram hefur