Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 146
144
MULAÞING
1901-02 og 1902-03, en brúin fullgerð og vígð hátíðlega undir haustið
1905. Frá aðdraganda brúargerðarinnar og framkvæmd segir Indriði
Gíslason í Múlaþingi 1 (1966) og Hrólfur Kristbjörnsson segir nokkuð
frá efnisflutningunum frá Reyðarfirði og upp á dalinn í grein í Múla-
þingi 2 (,,Brot úr sögu vegagerðar í Suður-Múlasýslu").
Samtímis brúargerðinni var gerð „svifferjan", (dragferja) með hand-
knúnu spili, innan við Litla-Steinsvað, rúmum 20 km utar en brúin,
mikil samgöngubót, m. a. við flutninga á sláturfé, framkvæmd sem
gafst vel og dugði fram til 1942, er hún þótti úrelt orðin vegna
bílasamgangna. Grein um svifferjuna eftir Einar Pétursson er í Múla-
þingi 3 (1968).
Með tilkomu Fagradalsbrautar varð bylting í samgöngumálum Hér-
aðs, vagnfær vegur til tryggrar hafnar. Enn liðu þó áratugir áður en
akfært yrði út um allar sveitir á Héraði, en strax var farið að þoka
vegunum áfram, út Eiðaþinghá og inn Velli (og raunar fyrr inn Velli).
Handan fljóts var í fyrstu einkum unnið að vegargerð áleiðis að
Jökulsárbrú, þvert um Fell og Tungu. Milli vegarenda og heimabæja
var burður ýmist klakkaður eða skrölt með kerru þar sem fært átti að
heita.
Vegna skorts á akfærum vegum um Héraðið varð enn löng bið á að öll
viðskipti hyrfu til Reyðarfjarðar þótt akvegur væri þangað kominn.
Viðskiptasaga Héraðsmanna er lítt kannað mál, en kunnugt þó að
verslun af Jökuldal og úr Hlíð á Vopnafirði hélst eitthvað, síðasta
lestaferð yfir Steinvarartunguheiði farin 1928, nokkuð sérstæður at-
burður sem Benedikt frá Hofteigi segir frá í Múlaþingi 6 (1971).
Verslunin við Seyðisfjörð fór fljótt tnjög þverrandi, en þó fór því fjarri
að hún hyrfi. í Múlaþingi 3 (1968) er ferðasaga frá 1908 eftir Halldór
Einarsson, sagt frá kaupstaðarferð yfir Vestdalsheiði, þar sem allt er
með gömlu sniði klyfjaflutninga. Margir Uthéraðsmenn höfðu nokkuð
lengi eftir að brúin og brautin komu, aðalviðskipti á Seyðisfirði.
Svifferjan átti mikinn þátt í því og sæmilegur sumarvegur yfir Vestdals-
heiði, enda munaði miklu á vegalengd og bændur settu ekki klyfjaflutn-
inga fyrir sig svo mjög að öllu hagræði væri fórnað til að losna við þá yfir
fjall. Þá var talsvert um aukaviðskipti Héraðsmanna, einkum í Eiða- og
Hjaltastaðaþinghá, á Seyðisfirði. Þangað voru fluttar landbúnaðar-
afurðir á bæjarmarkað, svo sem nýtt nauta- og kindakjöt alla tíð þangað
til frysting matvæla varð almenn, og mjólk og mjólkurvörur hafa verið
seldar þangað, mest frá því um eða upp úr 1950, þegar sölusamtök
Eiðaþinghármanna er nefnd voru „Rauða stjarnan" fóru að flytja